Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 185
AF SJÓ OG LANDI - MINNINGAR
fjós, fjárhús og hlöðu við. í Mýrakoti bjó eg í 38 ár. Þá hætti eg
búskap og við tók sonur minn, Einar Jóhannsson.
Fæði
í mínu ungdæmi og raunar lengi fram eftir var sá siður á bæjum
að hafa þrímælt; þó gat út af brugðið ef mjólkurlítið var.
Islenzkur matur var á borð borinn, kjöt, reykt og saltað, fiskur
nýr og harður, hákarl og svo spónamatur. Oft kom fyrir, að lít-
ið var til að borða, sérstaklega á vorin. Kom sér þá oft vel að ná
í björg frá Drangey.
Khzbnabur
Klæðnaður fólks var talsvert mismunandi. I mínu ungdæmi
voru karlmannsfötin stuttur jakki aðskorinn og lokubuxur, en
brátt breyttist þetta og menn fóru að ganga í síðbuxum og síðari
og víðari jökkum. Fötin voru úr íslenzku vaðmáli, hversdagsföt
sauðmórauð, en spariföt lituð úr indigó, síðar úr hellulit.2 Allur
nærfatnaður karla og kvenna var úr vaðmáli, indigólitaður.
Hversdagsbúningur kvenna var pils og treyja úr vaðmáli, indi-
gólitað, og svunta úr dúk, allavega lituð. Kvensokkar voru
venjulega svartir, en karlmannssokkar mórauðir eða bláir með
hvítum fitjum.
Drangey
Ekki veit eg, hvenær byrjað hefir verið að veiða fugl við Drang-
ey. Eg hefi aldrei um það grennslazt. Þegar eg kom þangað vor-
ið 1862, voru á fjörunni 24 för, sem héldu út í fugl. Eftir það
2 Indígólitur er dökkfjólublár eða dimmblár jurtalitur, indverskt litarefni skv.
orðabók. Hellulitur er svartur, oft búinn til af brúnspæni.
183