Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 187
AF SJÓ OG LANDI - MINNINGAR
heimilum frá hungurdauða. Venjulega var farið að byggja byrgi
á Drangeyjarfjöru miðvikudaginn fyrstan í sumri. Voru veggir
hlaðnir úr grjóti, og reft svo yfir. Fyrst var torf flutt úr landi til
að þekja með, en síðar var notaður seglastrigi. Byrgi þessi voru
fremur óvistleg.
Oft var glatt á hjalla á Drangeyjarfjöru. Milli þess, sem farið
var út, skemmtu menn sér við ýmislegt, glímur, kveðskap o.fl.4
Verzlun
Verziun var fremur slæm. Hér voru útlendir menn, sem réðu
fyrir verzlaninni, skildu ekki þörf fólksins og gjörðu meira að,
að græða á verzlan en útvega góðar vörur. Svo voru og sam-
göngur, sem settu sitt snið á verzlunina. Þá voru fyrst eingöngu
seglskip í förum, og varð ýmislegt til að hefta för þeirra, svo sem
vond veður og ís, og fyrir kom, að þau komust ekki í höfn eða
fórust. Kom því oft fyrir, að vörulaust var í kaupstaðnum í
lengri tíma, og stundum þurfti að nálgast kornmat til Skaga-
strandar eða Akureyrar; hafði þá eitthvað bannað skipinu að
komast hingað. Mun það hafa verið vorið 1882, sem Hofsós-
skipið komst ekki inn á Hofsós fyrr en eftir höfuðdag vegna
hafíss. Var þá óskapleg neyð og vandræði hér. Fóru menn þá
norður á Akureyri að sækja sér kornmat. Voru þessar ferðir
örðugar og dýrar, því ekki var mikið sótt, ekki stór skammtur,
sem hver fékk. Oft var fenginn maður, einn eða tveir, til að fara
þessar ferðir, og verzluðu þeir. Sent var með þeim ull eðaprjón-
les til að verzla með. Stundum kom fyrir, að ullin kom til baka.
Man eg eftir því, að einu sinni fór Sigurður Pálsson bóndi á
Mannskaðahóli vestur á Skagaströnd að sækja mat; tók hann af
mér nokkur pund af ull og átti að fá kornmat fyrir. Kaupmaður-
4 Hér hefur Guðmundur í Ási bætt við: Kettingastigann setti eg upp. Hann
mun eiga við keðju, sem menn handstyrktu sig við síðasta spölinn upp á
bjargbrúnina.
185