Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 189
AF SJÓ OG LANDI - MINNINGAR
þurftum að flytja. Þegar við lögðum af stað, var báturinn afar
hlaðinn eða greiparhleðsla, sem kallað var.6 Fyrsta daginn kom-
umst við í Haga og vorum þar hríðtepptir í þrjá daga. Þar gengu
þrír menn af bátnum og héldu heim. Frá Haga héldum við til
Hríseyjar, en þar skildum við eftir af farminum dálítið, því þeg-
ar til kom, þótti ófært að leggja út með bátinn svona hlaðinn,
enda búizt við, að það kæmist inn eftir með hákarlaskipum, eins
og líka varð. Frá Hrísey héldum við í Hraunakrók, þá var hann
orðinn hvass þvervestan með kviku, og rétt að við björguðum í
land án þess maturinn skemmdist. Þá bjó á Hraunum Einar B.
Guðmundsson. Tók hann vel á móti okkur, lét setja varninginn
inn í sjóbúð og dreif okkur alla heim. Þaðan héldum við í Haga-
nesvík og tepptumst þar í þrjá daga.
Þegar við vorum að fara úr víkinni, brast á austan veður. Við
héldum áfram, og þegar inn fyrir Straumnes kom, hægði svolít-
ið, en kvika mikil. Þegar við komum að Málmeyjarrifi, braut á
því öllu milli lands og eyjar nema á litlum parti á stærð við stórar
réttardyr. A þeim parti smeygðum við okkur yfir og komumst
heilu og höldnu heim, og höfðum þá verið liðugar þrjár vikur í
ferðinni. Svipaðar ferðir og þetta komust menn oft í bæði á sjó
og landi, því í þá daga voru vegir slæmir, ár ekki brúaðar og
tepptust menn oft við þær.
Sendiferó að Egilsá
Eg var oft unglingur, í sendiferðum, og vildi eg segja frá tveimur
ferðum er eg fór.
Einu sinni var eg sendur fram að Egilsá að sækja meðul til
Stefáns Tómassonar. Um hann var þessi vísa kveðin:
6 Greiparhleðsla var það kallað, „að fingurgómar námu við sjó, ef greipinni var
haldið við borðstokkinn og þá jafnan byrjað að seila út,“ segir í Islenzkum
sjávarháttum.
187