Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 190
SKAGFIRÐINGABÓK
Lætur hljóma hagorður
hrings við óma kviður
stýrir skjóma stórvitur,
Stefán Tómasniður.
Eg fór frá Þönglaskála í myrkri7 í svartasta skammdeginu. Var
hjarn yfir allt. Eg hélt sem leið lá inn með sjó, en þegar eg kom
í Oslandshlíð, gekk eg miðhlíðis, því eg óttaðist Kolku. Þegar
eg kom að Krossi, tók eg stefnu á svonefndan Þúfnahvamm, en
þar ætlaði eg mér yfir ána. Eftir að eg hafði um stund gengið,
sentist eg fram af einhverjum hávaða og heyrði þá ána belja und-
ir mér. Eg datt við fallið, stóð upp og fór að líta í kring og þekkti
mig fljótlega; að eg hafði þá farið fram af klettastalli þeim, sem
brúin var síðar byggð á. Brátt fór að koma los á það, sem eg stóð
á. Engin leið var að snúa til baka, því þverhnípt bjargið var að
baki mér. Eg sá strax, að eigi var um annað að gera en að reyna
að klöngrast yfir. Eg bjó mig því til stökks og fleygði mér eins
langt og eg gat yfir álinn, sem mér sýndist vera í ánni. Eg kom
niður á fastan grundvöll, en hundur var með mér, og hann lenti
í álnum, en hafði sig úr honum. Þegar eg var nýkominn yfir,
flóði áin yfir þann stað, sem eg hafði verið, og taldi eg víst, að
ef eg ekki hefði ráðizt í að stökkva, hefðu dagar mínir verið tald-
ir þar. Þaðan hélt eg að beitarhúsum frá Langhúsum, en þá
dimmdi svo að, að eg varð að þreifa mig eftir harðspora til [að] ná
Langhúsum. Þar bjuggu mínir gömlu húsbændur, og var vel á
móti mér tekið. Eg hélt á svolitlum axlarpoka, og í honum var
spilkoma, 1/2 pund kaffi og 1/2 pund sykur, sem eg færði hús-
móður minni gömlu. Eg vissi, að henni þótti kaffisopinn góður.
Um nóttina var eg í Langhúsum. Morguninn eftir hélt eg á
stað snemma og hélt að Miðsitju og gisti þar. Daginn eftir fór eg
alla leið að Egilsá, kom þar um miðjan dag. Stefán læknir var
7 að morgninum. GD stendur neðanmáls í hdr. GD er líklega Guðmundur
Davíðsson.
188