Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 191
AF SJÓ OG LANDI - MINNINGAR
heima, en eitthvað afundinn, hefur víst verið við vín. Eftir
klukkustundar dvöl þar fékk hann mér meðulin, sem eg borgaði
með 7 dölum og sagði mér, að bezt væri fyrir mig að hypja mig
á stað, en líklega færi eg ekki lengra en í Silfrastaði. Eg kvaddi
og fór. Tekið var að rökkva, eg var bráðókunnugur þarna
fremra, þekkti þó lítið eitt bóndann á Bólu. I hug datt mér að
biðja um næturgistingu á Silfrastöðum, en þótti bærinn stór og
risulegur, og leizt ekki meir en svo á að ráðast að þessu stórbýli,
svo eg afréð að reyna að ná Bólu. En rétt eftir að eg sleppti
Silfrastöðum, dimmdi að, og Bólu hitti eg aldrei. Um nóttina
birti til hafsins. Þá glórði eg framundan mér bæjarhús, hélt
þangað og fékk að vera. Það voru Hrólfsstaðir. Að Enni í Við-
víkursveit kom eg og tók hest fyrir Kristján [Jónsson] á Hug-
ljótsstöðum, og reið þá honum. En vont var að komast yfir
árnar, og eftir miklar svaðilfarir og í vondu veðri komst eg að
Hugljótsstöðum með hestinn. Meðulum skilaði eg svo sam-
dægurs, og komu þau að liði.
Vetrarferð norður í Hörgdrdal
Þegar eg var í Litlubrekku 18 ára gamall, bjuggu í Hornbrekku
hjón er hétu Arni og Kristín.8 Henni hafði tæmzt arfur norður
í Hörgárdal og þurfti að vitja hans. Þau fengu mig til þess að fara
norður og sækja peningana. Eg lagði á stað nokkru fyrir jóla-
föstu, hélt fram í Kamb í Deildardal, og var Jósúa Þórðarsyni
samferða yfir jökulinn. Segir ekki af ferðum mínum fyr en eg
kom að Efstalandi í Möðruvallasókn9, en þar átti eg að taka pen-
inga, ennfremur í Myrkárdal, og einnig var eg með bréf að Saur-
bæ, en þar var systir Kristínar. Þegar eg kom að Efstalandi og
hitti bónda,10 voru peningarnir til. Hann þurfti bara að fara á
8 Árni Bjarnason og Kristín Guðmundsdóttir bjuggu í Hornbrekku 1863-64.
9 Á að vera Bakkasókn í Yxnadal. CD stendur neðanmáls í hdr.
10 Sigurður Hallgrímsson (1798-1879).
189