Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 192
SKAGFIRÐINGABÓK
bæi til að sækja votta, sem við áttu að vera, þegar eg tæki við
peningunum. Það gekk nú fljótt. Mér voru þar afhentir 100
rígsbankadalir, vel og vandlega raðað í vel eltan nautspung, síð-
an saumað fyrir vandlega með garni og innsiglaður, lakkið látið
renna í sauminn, endinn lagður út á aðra hlið pungsins og lakk-
að yfir. Kvittun varð eg að gefa.
Að þessu loknu var komið fast að myrkri, og sýndi eg á mér
ferðasnið. Bóndi sagði mér, að eg héldi ekki lengra en í Staðar-
tungu. Þegar þangað kom hitti eg ungan mann á hlaðinu, sem eg
síðar fékk að vita, að var sonur bónda. Eg spurði hann til vegar
að Saurbæ. Hann kvað það stutta bæjarleið. Sagði hann mér, að
innan stundar hitti eg beitarhús frá Staðartungu, og þau stæðu
á móti Þúfnavöllum hinum megin árinnar, en Saurbær væri rétt
fyrir framan Þúfnavelli. Eg kvaddi hann og hélt leiðar minnar
eftir þeirri stefnu, sem pilturinn benti mér.
Rétt eftir að eg fór frá Staðartungu fór að rigna og myrkur að
færast yfir. Mér þótti löng bæjarleiðin að beitarhúsunum, hvað
þá að Saurbæ. Um kvöldið í niðamyrkri hitti eg beitarhúsin.
Var óhugur í mér að halda lengra í þessu slúðviðri og myrkri og
afréði því að láta fyrir berast í beitarhúsunum um nóttina. Eg
smeygði mér því inn í fjárhúsin, tók af mér axlarpoka, sem eg
hafði, og fór að hagræða mér. En þá heyrði eg hundgá hinum
megin dalsins. Við það hresstist hugur minn, svo eg tók mig upp
aftur og hélt á stað, eftir því sem pilturinn hafði sagt mér. Þegar
eg kom ofan að ánni, lenti eg á hjarnskafli, og eftir honum gekk
eg, og bjóst eg við að hann myndi liggja yfir ána, eins og varð,
en þegar eg kom yfir undir bakkann, var beljandi áll í ánni. Eg
þreifaði mig áfram og hélt út í, þumlungaði eg mig áfram með
hjálp stafsins. Ain var djúp og ströng, og bjóst eg við að fljóta
uppi þá og þegar. Þegar yfir undir bakkann kom og eg ætlaði að
hafa mig upp, sat eg fastur í leirdrullu, og varð eg með höndum
og fótum að krafsa mig áfram. Loksins þegar eg komst upp, var
eg orðinn hálfdasaður, allur blautur orðinn frá hvirfli til ilja og
drullugur. Stanzaði eg lítið eitt á bakkanum, en þá tók hundur-
190