Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 194
SKAGFIRÐINGABÓK
inn til og fór að hlaupa spottakorn frá mér ýlfrandi, koma til
mín aftur og flögra upp um mig. Mér þótti þetta einkennilegt,
þetta hafði hann aldrei gjört. Eg vissi það daginn eftir, að hund-
urinn hefir viljað hafa mig frá ánni í tíma, því um nóttina ruddi
hún sig og bar íshröngl á þann stað, sem eg stóð. Eftir að eg
hafði gengið litla stund frá ánni, sá eg ljósi bregða fyrir. Eg hélt
í þá átt og kom að vörmu spori að Þúfnavöllum. Þar var mér
boðið að vera, en eg vildi ekki og spurði um Saurbæ. Mér var
sagt um veginn þangað. Síðan kvaddi eg, og eftir drykklanga
stund kom eg að Saurbæ, barði að dyrum og gerði boð fyrir
Sofíu, systir Kristínar. Til dyranna kom ung stúlka um tvítugt,
er kvaðst heita Sofía. Hún bauð mér strax inn, lét mig sitja hjá
rúmi sínu, sem var uppbúið. Dró hún af mér vosklæði yzt sem
innst og sagði mér að þetta væri rúmið sitt og þar ætti eg að sofa
í nótt og hún máske líka. Hún sagði þetta glettnisleg. En eg fór
hjá mér og roðnaði. Hún lánaði mér föt til að faraí, ogvoru mín
föt vandlega þvegin og þurrkuð. Eg sagði Sofíu frá bréfum, sem
eg væri með til hennar, þau voru í brjóstvasa mínum og voru
víst blaut. Hún fór að gæta að því, en um þau var vel búið, því
um þau var vafið bókfell utan af bók, og höfðu þau ekki orðið
fyrir hnjaski. Eg bað og Soffíu fyrir peningana meðan eg dvaldi
í Saurbæ, en það voru tveir dagar. Eg sagði þeim frá ferðalagi
mínu yfir ána og hvernig hundurinn hefði látið.
Eftir góða hressingu um kvöldið fór eg að hátta. Eg sofnaði
fljótt og svaf vel um nóttina. Mig var alltaf að dreyma, að eg væri
að vaða yfir á og lenti í hálfgerðum hrakningi en hafði mig þó
alltaf fram úr því. Morguninn eftir fór eg út, og hafði eg gaman
af að líta yfir landið, sem eg hafði farið kvöldið áður. Um leið
og eg gekk í bæinn kom eg við í eldhúsinu og hitti þar Sofíu. Eg
sagði henni draum minn. Hún sagði mér, að eg skyldi segja
bónda hann og myndi hann ráða hann. Eg gerði eins og hún
sagði. Bóndi réði drauminn á þann veg, að þarna væri ævibraut-
in mín. Eg mundi verða gamall maður, og þó eitthvað blési
á móti mér mundi eg ávallt komast klaklaust yfir allt. Og svo
192