Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 196
SKAGFIRÐINGABÓK
Ekki fékk eg peningana í Myrkárdal,13 og sagði bóndi mér, að
þetta sem eg væri með af peningum væri nóg handa mér að for-
vara svona langa leið. Eg var um nóttina í Myrkárdal. Daginn
eftir fór eg þaðan. Gekk eg sem leið lá út dalinn og inn14 strönd-
ina. Um kvöldið kom eg að fornfálegu koti, sem eg ekki man
hvað nefnt var. Var fólkið þar mér afundið og mjög mikil tregða
á, að eg fengi að vera. En veður var ískyggilegt, norðan kafald,
eg ókunnugur og vissi ekki, hvar næsta bæjar var að leita, svo eg
hálftróð mér inn. Mér leizt illa á fólkið, virtist það til í allt. Eg
get varla sagt eg legði mig til svefns þar um nóttina og dreif mig
á stað snemma næsta morgun. Labbaði enn inn ströndina yfir
Hámundarstaðaháls ofarlega. A hálsinum stanzaði eg dálítið,
lagfærði skó minn og tók upp úr axlarpoka mínum sauðarmag-
ál, sem Kristján í Myrkárdal hafði gefið mér í nesti. — Að því
loknu hélt eg áfram.
Eg kom að Hofi í Svarfaðardal, barði að dyrum og bað um
svaladrykk. Húsfreyja bauð mér inn og gaf mér heitan grjóna-
graut. Hún spurði frétta og hvert eg ætlaði í dag. Eg kvaðst ætla
að Tungufelli. Hún sagði þar gott heimili. Eg þakkaði góð-
gjörðirnar, kvaddi húsfreyju. Að Tungufelli kom eg um dagset-
ur. Eg gerði vart við mig á þann hátt, sem þá var siður, þ.e.a.s.
eg guðaði á glugga. Innan skamms var komið út til mín. Eg
gerði boð fyrir bónda, og bað hann að lofa mér að vera. Það var
auðsótt. Vosklæði voru af mér dregin, og fleygði eg mér strax
upp í rúm og sofnaði. Eftir drykklanga stund hrökk eg upp við
hávaða nokkurn og reis upp. Það sem hávaðanum olli var, að
kvenfólkið kom inn í baðstofuna með trog, kollur og byttur
13 Hér stendur neðanmáls í hdr.: Ýmist Myrká eða Myrkárdalur hjá Jóhanni.
Virðist ekki vera á hreinu með bœjarnafnið. P.E. Fangamarkið er skamm-
stöfun ritara, sem líklega er Páll Erlendsson á Þrastarstöðum. Hann hefur
haft fyrir sér handrit Jóhanns. - Myrkárdalur er rétt, og eftir því er farið hér.
Þar bjó Kristján Arngrímsson 1856-65.
14 Svo í hdr. Líklega er þetta misritun fyrir út. Er endurtekið nokkrum línum
neðar.
194