Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 197
AF SJÓ OG LANDI - MINNINGAR
fullar af alls konar köldum mat, hangikjöti, saltkjöti, magál,
brauði og smjöri og lagði þetta frá sér á borð, sem var í einu
horni baðstofunnar. Atti vinnufólkið það. Inn í baðstofuhúsið
var farið með tvö tinföt,15 annað handa húsbónda, en hitt handa
mér. Var mér boðið þangað inn. Eg gerði matnum ekki þau skil,
sem bónda líkaði, og sagði hann við húsfreyju, að hún skyldi
stinga leifunum í vasa minn um leið og eg færi, eg yrði máske
feginn að grípa í það.
Eg var í Tungufelli í þrjá daga hríðtepptur. Eins og títt var í
þá daga, sat fólkið við vinnu sína milli málaverka, því hafði eg
vanizt og leiddist því að sitja auðum höndum. Bað eg húsfreyju
um prjóna. Húsbóndi heyrði á það og sagðist hafa verkefni
handa mér. Hann sat á rúmi sínu og telgdi til ullarkamba. Ann-
ars var hann vel hagur á járn og tré. Hann bað mig að draga járn
í kamba. Setti hann mig á stól upp í eitt rúmið við einn baðstofu-
gluggann, svo eg sæi vel til. Eg tók eftir því, að glerrúður voru
í glugganum, en það var fátítt um 1860. Venja var þá að hafa
svokallaða skjáglugga; í stað glers var haft skæni úr kálfsbelgj-
um, sem kálfar fæddust oft í og nefndir líknarbelgir. Skænin
voru strengd á litlar svigagjarðir og þær festar í gluggann. Mér
gekk vel að draga í kambana.
Bóndinn á Tungufelli hét Oddur en húsfreyjan hét Guðrún,
bæði vel roskin.16 Leið mér vel í Tungufelli þessa þrjá daga.
Hjónin voru ágætis manneskjur og annað heimafólk mjög
almennilegt. Frá Tungufelli var mér fylgt að næstfremsta bæ í
Svarfaðardal. Eg gisti á Atlastöðum, næsta bæ við heiðina. Dag-
inn eftir hélt eg upp á Heljardalsheiði, fór eg upp að Stóru-
vörðu, sveigði þar við og lagði upp á Deildardalsjökul. Eg fékk
norðan stórhríð á jöklinum en hélt alltaf réttri stefnu og kom að
Kambi í Deildardal um kvöldið. Var eg þar um nóttina. Daginn
eftir hélt eg heim og skilaði af mér peningunum, og þeirri stund
var eg feginn.
15 Oljóst í hdr. Gæti eins verið leirföt.
16 Oddur Þorkelsson (1799-1867) og Guðrún Sigfúsdóttir (1802-72).
13 Skagfirdingabók
195