Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 198
SKAGHRÐINGABOK
Hákarlaveidar
I mínu ungdæmi voru skip gerð út í hákarl. Var mikið af hákarl-
inum hirt, fluttur í land, kæstur í möl, hengdur í hjalla og
hertur. Þótti hann ágætur þannig tilreiddur. Stundum var búin
til hákarlsstappa. Þótti hún og einnig góð. Ekki þótti einhlítt að
borða eingöngu hákarl, en margan saddi hann í þá daga. Annars
var það lifrin úr hákarlinum, sem seilzt var aðallega eftir. Hún
var alltaf brædd og lýsið úr henni ein af aðalverzlunarvörum
okkar Norðlendinga í þá daga. Man ekki um verð á því, en verð-
lítið mun það hafa verið þangað til Tryggvi Gunnarsson og Jón
Loftsson í Haganesi17 gengust fyrir sölu á því til Reykjavíkur.
Eg man heldur ekki um meðalafla árlega á skipi, en mjög var afl-
inn misjafn. Fór hann oft að mestu eftir því hvort vel eða illa gaf
til sjávarins. Kom oft fyrir, að skipin lágu úti í stórviðrum vik-
urnar út og gátu ekkert aðhafzt eða hröktust inn á hafnir, eink-
um á Ströndum og lágu þar unz sjóinn lægði. Fyrir kom oft, að
ekki var friður við veiðarnar fyrir hafís, og þurfti vegna hans oft
að leysa frá góðum hákarli. Hákarlaveiðunum fylgdi kuldi og
vosbúð. Var ekki fyrir óharðnaða unglinga að vera í þeim svað-
ilförum, enda oftast valdir í þær röskir og kjarkgóðir menn.
Kom oft fyrir, að þegar skall á norðangarður með stórhríð, að
menn þurftu að vera „til dekks“, sem kallað var, sólarhring eftir
sólarhring, kaldir, blautir og oft matarlitlir. I þessum æðisgangi
ægis, þegar ekki virtist við neitt ráðið og búast mátti við að
sökkva þá og þegar í djúpið og sjá ekki framar ættingja og vini,
var ömurlegt á aumingja hákarlaskipunum.
Ekki verður því mótmælt, að í þá daga voru á hákarlaskipun-
um norðlenzku margir snjallir sjóntenn og ágætir skipstjórar,
sem báru gæfu til alla sína skipstjóratíð að koma skipi og skips-
höfn farsællega í höfn, þó hinu verði ekki neitað, að margir
hlutu vota gröf í faðmi ægis, þegar ekki var neinu hægt um að
17 Sauðanesi í hdr. Endurtekið síðar í kaflanum. Jón Loftsson bjó í Haganesi
1870-76.
1%