Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 199
AF SJÓ OG LANDI - MINNINGAR
þoka fyrir æði og tryllingshætti höfuðskepnanna og engri
kunnáttu við komið.
Eg reri mörg ár í hákarl. Var eg oftast með Jóni Loftssyni
bónda í Haganesi. Hann var sjómaður góður og ágætur for-
maður. Honum líkaði vel við mig, og mun mér óhætt að segja,
að honum hafi ekki þótt að því, að eg stæði við hlið hans, þegar
vanda bar að höndum. Mér var sama, hvaða verk eg gerði á skip-
inu, hvort eg matreiddi, gerði að seglum eða stóð við stýrið. Því
var það, að fyrir kom, að eg var fenginn á fiskiskip með
„dönskum“. Eitt sumar var eg á Gefjun. Var henni haldið út á
fisk. Skipstjóri og skipshöfn var dönsk. Eg var einn Islendingur.
Skipstjóri var ókunnugur hér við land, og var eg því svo sem
aðalráðamaður hans.
Man eg einu sinni eftir einum norðangarði, sem við fengum.
Var það snemma vors. Við höfðum nýlega lagt út og vorum á
veiðum norður undir Grímsey. Þegar óveðrið skall á með
stórhríð, leystum við strax og héldum til lands. Við sigldum
æðilengi, og var skipstjóri órólegur, því hann var óviss um, hvar
hann kæmi að landi. Eg var á stjórnpalli hjá honum og gerði mér
far um að athuga eða taka vel eftir, þegar land væri framundan.
Allt í einu glórði eg í standberg framundan og þekkti strax að
voru fjöllin á Skaga (Ketubjörg?). Eg sagði skipstjóra strax,
hvar við værum, og var þá breytt um strik og siglt í suðaustur.
Eftir alllanga stund sá eg í Sléttuhlíðarfjöllin. Var þá enn breytt
um strik, og lagði eg til, að við sigldum austur með landi, og
mundum við þá komast austur fyrir Langanes í kvöld, en þang-
að var upphaflega ætlað að fara og vera þar við fiskveiðarnar.
Féllst skipstjóri á það, og fór eins og eg sagði.
Fæði var fremur lélegt á þessu skipi. Vorum við oft brauð-
lausir. Komum við einu sinni upp á Vopnafjörð og keyptum
okkur brauð fyrir lifur. I þessum túr vorum við úti í fimm vikur
og öfluðum 50 tunnur lifrar. Um haustið vildi skipstjóri, að eg
kæmi með til Danmerkur, en það vildi eg ekki. Haustið eftir eða
árið eftir fórst þetta skip, Gefjun, með allri áhöfn undir Olafs-
197