Skagfirðingabók - 01.01.1990, Qupperneq 200
SKAGFIRÐINGABOK
fjarðarmúla.18 Skipstjóri var þá sonur „Gránu Petersen". Meðal
Islendinga sem á skipinu voru, var Eggert Jónsson, Sveinssonar
prests frá Mælifelli.
Skipströnd
Oft kom fyrir, að kaupskip strönduðu hér við land. Var það
eðlilegt, því á þeim voru oft bráðókunnugir menn, sem þekktu
ekki siglingaleiðir hér við strendur landsins. Alloftast strönd-
uðu skipin á leið inn á hafnir hlaðin útlendum varningi eða þau
sleit upp inni á höfnum vegna lélegra legufæra. Fyrir kom og, að
þau urðu föst í hafís og flæktust með honum upp á grynningar.
Þegar skip hlaðin útlendum varningi [strönduðu], var reynt að
ná honum á land, og síðan var hann boðinn upp við opinbert
uppboð. Oftast var þessi [varningur], sem að mestu var korn-
matur, kaffi og sykur, mikið skemmdur. Samt sem áður var
hann keyptur og notaður til manneldis, þó sjósaltur væri, því þá
stóð svo að fólk var matarlaust. Mátti oft komast að góðum
kaupum. Man eg eftir nokkrum skipströndum.
Árið 1865 strandaði á Siglunesi skip, sem Iris hét. Var það
hlaðið útlendum varningi. Uppboð var haldið, og komu menn
víðsvegar að til að fá sér rúg, bygg, kaffi, kandís o.fl. Mig
minnir, að skipshöfn bjargaðist.
Þá strandaði á Kolkuós eða fyrir framan Þjófadali skip, sem
18 „Gefjun strandaði á Siglufirði 1868 og var boðin upp þar 31. júlí samsumars.
Þetta stóra skip var slegið Jóhanni í Höfn á aðeins 80 ríkisdali" segir Sigur-
jón Sigtryggsson í Sögu 1980, bls. 293. Snorri Pálsson, verzlunarstjóri á
Siglufirði, Einar B. Guðmundsson á Hraunum og Jón Loftsson í Haganesi
keyptu skipið árið eftir, og hélt Jón því til hákarlaveiða næstu ár. Gefjun
komst að líkindum síðar í eigu Húnaflóafélagsins. Er því var skipt í Borð-
eyrarfélag og Grafarósfélag snemma árs 1875, kom skipið í hlut hins síðar-
talda. Þá lá Gefjun í Björgvin í Noregi til viðgerðar og var aldrei leyst út.
Gránufélagið eignaðist skipið og lét gera sjóklárt 1877, og tók Ludvig Pet-
ersen þá við því, sonur Gránu-Petersens. Það var fermt vörum um haustið
á Siglufirði, en fórst undan Olafsfjarðarmúla, og týndist öll áhöfnin.
198