Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 201
AF SJÓ OG LANDI - MINNINGAR
Hanna hét. Það var að hausti til. Hanna lá á Grafarós og hafði
tekið þar haustvörur, kjöt og gærur. Seinni hluta dags skall á
norðaustan ofviðri með hríð. Festar slitnuðu, og skipið rak inn
fjörð. Þegar seglum hafði verið upp komið, sigldi skipstjóri
skipinu upp. Hafði hann nokkrum dögum áður farið landveg
inn í Kolkuós og haft orð á því, að góð landtaka væri þarna, því
þar var ægisandur. Var álitið, að hann hefði þekkt sig þarna og
því siglt upp. Allir menn komust í land og hittu af hendingu
sauðamann frá Brimnesi, er kom þeim til bæja.19
Ennfremur man eg eftir skipstrandi á Sauðárkrók. Man ekki
hvað skipið hét. Það var hlaðið kjöti og gærum. Þar var uppboð
haldið. Var í hverju númeri ein kjöttunna og 12 gærubúnt.
Gekk þetta vel út. Kjötið var etið með góðri lyst, en gærurnar
voru rakaðar, ullin þvegin og seld kaupmanninum, og borgaði
hún kaupin. Skinnin voru hert og notuð í skó o.fl. Oll voru
þessi skip seglskip, annað þekktist ekki hér í þá daga; eikarskip.
Var mikið slátur úr þeim, og marga góða og fallega spýtu mátti
fá. Venjulega slógu menn sér saman um kaup á þessum skipum.
En fyrir kom, að þau voru látin eiga sig og sjósi látinn rífa þau
í sundur.
Fiskverkun
Fyrst þegar eg man eftir var allur fiskur hertur, var mikið etið af
honum hér og eins var hann sendur út. En um 1877 mun hafa
hér verið í fyrsta sinn saltaður fiskur til útflutnings.20 Gekkst
19 Hanna strandaði 12. október 1869 innan við Elínarhólma undan Kolkuósi.
Skipið fauk nánast á land, og á fjöru mátti ganga þurrum fótum aftan við
það. - Erfitt er að gera sér grein fyrir því, hvaða skipstrands Jóhann minnist
við Sauðárkrók, en á fyrstu áratugum verzlunar á Sauðárkróki strönduðu
þar mörg skip.
20 Líklegahefursöltunfiskshafizt fyrr en Jóhannsegir, a.m.k. er getið um salt-
fisk í verðskrá sýslumanns frá 1875 (Bréfabók, 20. desember 1875).
199