Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 202
SKAGFIRÐINGABOK
Snorri Pálsson, verzlunarstjóri Gránufélagsins á Siglufirði,
aðallega fyrir því. Var þá skjótt tekinn fiskur í verzlunum í
Hofsósi og Grafarósi. Hér var maður að nafni Jón, kallaðurhái,
Jón hái. Hann leiðbeindi mönnum við þessa nýju fiskverkun.
Hafði hann kynnt sér hana á Suðurlandi.
Þá var farið að leggja fiskinn blautan inn í verzlanir. Brátt
komust menn að því, að það borgaði sig betur að salta fiskinn
sjálfur og leggja hann inn þurran. Tóku þann sið upp vel flestir,
sem höfðu yfir miklum fiski að ráða. Verkun og meðferð fisks-
ins var þá þannig: Fiskur var flattur, hreinsað blóð úr honum að
mestu, saltaður í stæður eða stafla, og látinn liggja hálfan
mánuð. Þá var hann tekinn upp, þvegið af honum salt og önnur
óhreinindi, síðan breiddur á hreina möl, þegar sólskin var.
Gæta mátti þess vandlega, þegar sólskin var og logn, að hann
lægi ekki lengi óhreyfður á mölinni, því þá gat komið fyrir að
hann soðnaði, sem kallað var, vegna þess að mölin hitnaði af
sólskininu, og það kom í ljós á þann hátt að roðið hljóp og los-
aðist frá fiskinum. Því var sá siður að snúa honum, minnsta
kosti einu sinni, stundum tvisvar, þrisvar. Sneri þá ýmist fiskur-
inn eða roðið að grjótinu. Að kvöldi þess dags eða þegar þurrk-
laust varð á þeim degi, er fiskur var breiddur, var hann strax tek-
inn saman og hlaðið í stakka, 4—5 skippund. Utan um þá var vaf-
inn strigi og yfir þá þakið vel með borðum, svo ekki færi regn-
vatn ofan í þá. Ofan á borðin var látið grjót, til þess að pressa
löginn úr fiskinum, minnst farg fyrst, síðan aukið eftir því sem
fiskurinn þornaði. Þegar fiskurinn var fullþurr, var hann fluttur
í hús og lagður inn í verzlanir.
Þessi meðferð á fiskinum skapaði æðimörgu fólki við sjóinn
og nágrenni hans dálitla atvinnu. Venja var að verka til útflutn-
ings allan fisk, sem veiddist yfir vorið og sumarið fram að 1.
ágúst. Sá fiskur sem veiddist eftir þann tíma, var geymdur í salti
yfir veturinn. Á hverju vori, eins snemma og tíð leyfði, var farið
að vaska haustfiskinn. Fólk, sem áður hafði gengið auðum
höndum, fékk því atvinnu við þetta, og mátti heita, ef fiskur
200