Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 203
AF SJÓ OG LANDI - MINNINGAR
kom snemma og vel aflaðist, að fólk væri við fiskþvott og
þurrkun fram undir ágústmánaðarlok.
Fyrir kom, að bændur, sem bjuggu 2-3 km frá sjó, tóku fisk
til verkunar að vorinu. Stundum vildi til, að byrjaður var túna-
sláttur áður en þeir voru lausir við hann, og þá rakst heldur illa
á, þegar bæði þurfti að sinna fiskinum niður við sjó og töðunni
heima. En þetta blessaðist þó, og drjúgar inntektir fékk margur
af þessu. Mig minnir að greitt væri fjórar krónur fyrir að vaska
og þurrka eitt skippund. Eg hafði alltaf þann sið að verka sjálfur
þann fisk, sem eg aflaði og taldi mig græða á því. Jafnframt tók
eg fisk til verkunar hjá Konráði Jónssyni hreppstjóra í Bæ, en
hann tók í mörg ár fisk fyrir Gránufélagið á Sauðárkrók.
Fiskveiði
A vorin strax og fiskur kom var farið að róa. Notuð voru sömu
tæki og nú, þ.e.a.s. lína og handfæri. Vanalega voru handfæri
notuð, þegar beitulaust var. Annars man eg ekki eftir tilfinnan-
legu beituleysi. Oft kom smásíld inn á fjörðinn á vorin, óð hún
upp að landi og var tekin í mjög smáriðin net sem nefnd voru
„vörpur“ og dregið fyrir, sem kallað var. Voru á vörpunni í
sinnhvern enda festir langir kaðlar. Síðan var róið með vörpuna
10-20 faðma eða lengra frá landi eða fram fyrir síldartorfuna,
síðan var báðum kaðalendum róið til lands og varpan svo dregin
að landi. Komu oft margar tunnur smásíldar í vörpuna, eða eftir
því hvað mikið var af henni. Aldrei var dregið fyrir hafsíld. Þar
voru notuð lagnet, netunum lagt 60—100 faðma frá landi, og
voru stórir steinar (stjórar) í báðum endum netsins svo þau
töpuðust ekki. Ef síld brást var notað fuglaslang21 frá Drangey
til beitu. Þótti það gljúfrin beita. Að vísu kom fyrir að síldin,
smásíldin, kom ekki að austurlandi, þó held eg vanalega á
21 fuglaslangi i hdr. Fuglaslang er innyfli fugla.
201