Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 205
AF SJÓ OG LANDI - MINNINGAR
var Páll Erlindsson bóndi á Hofi í Hjaltadal, faðir Erlendar
Pálssonar verzlunarstjóra í Grafarósi. Hann gaf mér nokkrar
útsæðiskartöflur og kenndi mér aðferðina, bæði hvað snerti
undirbúning jarðvegs og niðursetningu. Kom hann til mín um
sumarið og leizt vel á. Eg fékk góða uppskeru um haustið, eftir
því sem Páll sagði. Mér og mínu heimafólki þótti þetta svo góð-
ur matur, að eg hét því að stækka garðinn og auka kartöflurækt-
ina hjá mér, og það gerði eg. Mun eg hafa verið fyrstur hér um
slóðir, sem ræktaði kartöflur.
Sáðslétta
Sumarið 1882 var neyðarsumar. Snemma um vorið fyllti fjörð-
inn með hafís, og lá hann hér landfastur fram til höfuðdags. Eins
og geta má nærri komust engin skip inn á fjörðinn. Var því hér
alfarið matarlaust. Lifði fólk mest á mjólk og keti, þar sem það
var til, en annars var lítið til að borða, og var margur svangur við
vinnu sína. Vegna íssins fékkst og engin björg úr sjó eða frá
Drangey. Jafnframt þessu var tíðarfar óhentugt, sífelldar þokur
og svælur, og af því leiddi aftur, að hey þornuðu ekki, hröktust
mikið og urðu hálfónýt. Töður lágu á túnunum fram á höfuð-
dag og voru víða farnar að maðka. Ur höfuðdegi lónaði ísinn
frá, og þá komst Hofsósskipið inn. Held eg þá hafi verið handa-
gangur í öskjunni. Þetta sumar kom þó þurrkur um eina helgi,
laugardag og sunnudag. Föstudaginn áður hafði verið úrfelli
mikið. Eg notaði vel þennan þurrk. Fór eg snemma á laugar-
dagsmorgun að snúa töðunni og tók saman af hálfu túninu um
kvöldið, annað var ekki laust. Daginn eftir, á sunnudag, rauk eg
út eftir húslestur, og batt eg töðuna saman í eitt hey og tyrfði
með blautu torfi. Eg gerði þetta með hálfum hug, því taðan var
illa þurr. Svo fór nú samt, að þetta var eina æta tuggan, sem eg
átti. Eg vissi ekki til, að nokkur næði þá heyjum upp, og voru
menn alveg forviða að sjá uppborið töðuhey hjá mér.
Þegar Hofsósskipið kom til Hafnar, hafði skipstjóri sagt
203