Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 206
SKAGFIRÐINGABÓK
konungi frá vandræðum okkar, matarleysi og heyskorti. Sendi
þá konungur snemma vors 1883 hingað skip með kornmat,
kaffi, sykur, súkkulaði og fleira, og átti varningur þessi að
útbýtast gefins meðal almennings, eins og gert var.
Veturinn eftir hafði eg tvö folöld í búrkofa gömlum. Gaf eg
þeim svolítið af gjafakorninu. Eins og oft vill verða slæddist
svolítið af korninu á kofagólfið saman við saurinn úr folöldun-
um. Saurinn undan þeim bar eg í flag í túninu, dreifði honum vel
um flagið og blandaði saman við moldina. Um vorið fór flagið
að gróa og grænka, og þegar kom fram á sumarið, var komið vel
hnéhátt gras. Eg var nú heldur hrifinn af þessu og horfði á þetta
með undrun. Vorið eftir náði eg í svolítið af fugladrit frá Drang-
ey og bar í flagið. Um sumarið var feiknagras á því. Þetta var víst
fyrsta sáðsléttan hér.
Hagyrbingar
Hér um slóðir var dálítið um menn, sem komið gátu saman lag-
legri stöku, sér og öðrum til gamans, þegar þeim fannst tilefni til
þess. Voru þessir menn nefndir hagyrðingar. Eg setti mig lítið
inn í skáldskap þeirra og lærði fátt, sem frá þeim kom út á meðal
almennings, því í því fólst oft keksni og hvefsni um einstaka
menn. Feikimikið var um klámvísur, sem flugu léttilega mann
frá manni. Eg hafði að vísu gaman af að heyra þessar vísur, þeg-
ar þær voru vel kveðnar, en vildi aldrei festa þær í minni mínu.
Eg ætla hér að geta þess litla, sem eg kann af smákveðlingum.
Maður hét Jón Finnsson, var á Keldum í Sléttuhlíð og víðar,
dó sem niðurseta hjá séra Jóni Sveinssyni presti á Hvanneyri,
síðar á Mælifelli. Jón Finnsson var laglega hagorður.22 Einu
sinni spurði Einar Andrésson Jón með þessari vísu:
22 Hér mun átt við Jón Finnsson (1799-1866) bónda og skáld á Vatnsenda í
Héðinsfirði. Sjá rit Sigurjóns Sigtryggssonar: Frá Hvanndölum til Úlfsdala,
bls. 178-180. Faðir Jóns, Finnur Finnsson (1771-1808), var síðast bóndi á
Helgustöðuni í Flókadal.
204