Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 208
SKAGFIRÐINGABOK
Jón segir:
þó margt sé honum óþarft léð.
Einu sinni voru þeir Hallgrímur og Jón við slátt á engjum. Hall-
grímur þurfti þá að leysa buxurnar og skeit í læk, sem rann þar
skammt frá. Jón kvað:
Skeit í lækinn skjómagrér,
skrattans kækur var það.
Þá segir Hallgrímur:
Finnsson sprækur flýtti sér
fljótt að sækja’ hann uppefter.
Sölvi Erlendsson, bóndi á Ljótsstöðum, var mesti indælismaður
og ágætur hagyrðingur. Eftir hann er þessi vísa:
Út af halla mér eg má,
mun það varla saka
fingra bjalla23 foldu hjá,
fyrst að allir vaka.
Jón Jónsson, hreppstjóri í Hofshreppi24 á undan og með Kon-
ráði Jónssyni, var góður hagyrðingur. Fór hann fremur dult
með það. Mun hann helzt hafa skotið fram vísu við konu sína
Jórunni [Jónsdóttur] (fyrri kona hans; seinni kona hans hét
Helga Benediktsdóttir), en hún var skáldmælt. Þau bjuggu all-
víða hér um slóðir, en búnaðist hvergi vel. Þau fluttu eitt sinn
frá Hólkoti í Unadal að Höfða. Jón undi sér ekki þar og lét oft
í ljósi, að betur hefði hann kunnað við sig í Hólkoti. Um það
kvað hann:
23 í Skagfirzknm aviskrám 1850-1890, V, er æviskrá Sölva. Þar er þessi vísa
ögn öðruvísi. Þar stendur mjalla, en ekki bjalla.
24 Þáttur Jóns Jónssonar hreppstjóra er í Skagfirzkum aviskrám 1850-1890,
II. Hann bjó seinast í Lágubúð á Bæjarklettum og var þá kallaður Jón lági.
206