Skagfirðingabók - 01.01.1990, Page 210
SKAGFIRÐINGABÓK
Setur knör á saltan mar
Sigurður, burinn Víglundar,
veit eg öruggt inni þar,
artar fjör og menntirnar.
Sitt hið trausta súðaljón
setur hraustur hvals á frón
hikar laust við hrannatón
hann frá Naustakoti Jón.26
Um Drangey var kveðið:
Úr hörðum steini, linum leir með list og prýði.
Það er mönnum gagn og gaman,
að guð hefir hnoðað Drangey saman.
Höfundur óþekktur
Þessa vísu lærði eg í æsku:
Dropinn holar harðan stein,
hvöss vindgola sveigir grein,
ellina þolir ekkert bein,27
oft vill hvolast blæja hrein.
Höfundur ókunnur
26 Þessar vísur eru eftir Skúla Bergþórsson bónda á Meyjarlandi 1856-82.
Benóný Oddsson bjó á Borgarlæk á Skaga 1856-88, og Sigurður Víglunds-
son m.a. í Keflavík, Utanverðunesi og Ingveldarstöðum á Reykjaströnd,
sbr. Skagfirzkar xviskrár 1850-1890, I. Naustakot er ekki til í Skagafirði.
Hins vegar er hjáleigan Naust skammt utan við Hofsós, og mætti með
skáldaleyfi snúa því nafni í Naustakot. Þar bjó Jón Eiríksson húsmaður
1845. Naustakofi var þurrabúð við Naust. Naustakot er hins vegar til á
Vatnsleysuströnd. Ef átt er við það, væri vísan líklega ort á vetrarvertíð
syðra.
27 mein í hdr. Leiðrétt neðanmáls af G.D. Þar eru og leiðréttingar hans við for-
mannavísurnar. I hdr. stendur: Sigurðsburinn og hrannatrón. Því má við
bæta, að hikar laust á líklega að vera bikalaust.
208