Skagfirðingabók - 01.01.1990, Síða 211
AF SJÓ OG LANDI - MINNINGAR
Kirkja og knsúndómur
Frá því eg man fyrst eftir mér og fram á fyrstu ár 20. aldar, sótti
fólk prýðilega vel kirkju sína. Það kom aldrei fyrir að væri
messufall, nema ef veður eða veikindi urðu þess valdandi. A
hverjum messudegi var til kirkju farið frá öllum bæjum í sókn-
inni. Eins og gefur að skilja gátu ekki allir heimamenn farið í
einu til kirkju. Þurftu alltaf einhverjir að vera heima og gæta bús
og barna. En þá skiptust heimamenn á að fara. Sú regla var föst
og ófrávíkjanleg og studdi að því að venja unga fólkið á að meta
og virða kirkju sína og prest. Ef fyrir kom að ekki var hægt að
sækja kirkjuna einhverra hluta vegna, var lesinn húslestur og
sungnir sálmar.
Kvöldlestrar voru lesnir frá veturnóttum til sumarmála á öll-
um virkum dögum. Yfir föstuna var lesin „píningarhistoria“
frelsara vors og Passíusálmarnir sungnir. Algengt var að ungt og
gamalt fólk væri til altaris einu sinni á hverju ári. Þá var og venja
að leiða konur í kirkju, sem kallað var.2tf
Prestar og konur þeirra voru árlega til altaris, og þjónaði þá
nágrannaprestur. Börn voru vanalega fyrst tekin til spurninga
11-12 ára og spurð til 15 og 16 ára aldurs. Voru börnin alltaf
spurð á kirkjugólfi, sem kallað var, þ.e. í kirkjunni, og hlustaði
söfnuðurinn á. Prestar og heimilin líka létu sér mjög annt um,
að börnin væru vel að sér í kristnum fræðum.
Afar lítið var um sunnudagavinnu. Fyrir kom, að sumri til, að
farið var í hey, ef svo stóð á, að óþurrkar höfðu gengið, og taðan
lá undir skemmdum. Svo þarf varla að taka það fram, að fjár-
menn gegndu störfum sínum alla daga jafnt yfir veturinn. Eftir
því sem eg hefi sagt og sjálfur reynt, má segja að fólk í mínu ung-
dæmi og langt fram eftir ævi minni, var alið upp í guðsótta og
28 Að fornu máttu konur ekki fara í kirkju 40 daga eftir barnsburð. Að þeim
tíma liðnum komu þær að kirkju, en máttu ekki ganga í guðshús fyrr en
prestur kom til móts við þær og leiddi í kirkju. Þessi siður lét undan síga á
19. öld.
209