Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1961, Qupperneq 6

Jökull - 01.12.1961, Qupperneq 6
Packsack, eign JarÖborana ríkisins. Þvermál bor- krónu var 3 om og borkjarna 2,2 cm (l3 /j o" og 1 !»")■ Borunin gekk seint með demantskrónum, sem fylgdu bornum, enda er ætlazt til, að við borun séu notaðir 5 lítrar vatns til skolunar á mínútu. Vatnsnotkun við borun á jöklum er æði kostnaðarsöm, því að oft þarf að flytja vatn- ið langan veg, en hér kom hi'in ekki til greina, þar eð hún hefði ruglað hitamælinguna og þar með eyðilagt tilgang borunarinnar með öllu. Sæmilega greiðlega gekk borunin með sérstök- um fræsikrónum, sem útbúnar voru í þessum tilgangi. Ivjarninn var í senn grannur og að verulegum hluta hreyfður, svo að hann varð ekki notaður til rannsókna. Að borunum vann aðallega Eberg Elefsen, samstarfsmaður minn í vatnamælingunum, en auk hans Halldór Olafs- son, Carl Eiríksson og Magnús Jóhannsson. Gengið var þannig frá borholunum, að rennt var niður í þær plaströri, lokuðu í neðri end- ann, og það síðan fyllt af frystivélaolíu (Arc- tic C Heavy). Guðmundur Pálmason, eðlisfræðingur, ann- aðist hitamælinguna, og hefur hann látið mér í té eftirfarandi greinargerð: „Hitinn var mældur með termistorhitamæli í olíunni 2—3 sólarhringum eftir að lokið var við að bora holuna. Eru niðurstöður þeirra mælinga sýndar á mynd nr. 2. Viðnám termistorsins lækkar ört með vax- andi hita. Á litlu hitabili gildir um viðnámið: B l1— R = R0-e T T0' þar sem R = viðnám termistorsins T = hitastig hans í °Iv R0= viðnámið við hitann T0 B = konstant straumsins í gegnum termistorinn var um það bil 0,01 °C. Skekkjan af hennar völdum er þó mun minni vegna þess, að þessi upphitun er einnig fyrir hendi i ákvörðuninni á R0. Með hliðsjón af því, sem að l’raman greinir má gera ráð fyrir, að nákvæmni 1 hverri hitamælingu sé uni ± 0,02 °C. Hitastig jökulsins á neðstu 10 metrunum í holunum, þar sem vetrarfrostsins gætti ekki, er því samkvæmt mælingunum 0 °C ± 0,02 °C.“ SNJÓMÆLING í JÚNÍ 1960. A leið upp jökulinn 5. júní og sömuleiðis norðaustur af Grímsvötnum 7. og 8. s. m. var hugað að aluminium snjómöstrum, sem reist voru sumarið 1959. Hvergi örlaði á þeim, hafa sennilega fallið. Hinn 8. júní var hafin könnun á snjólaginu á borstaðnum norðaustan Grímsvatna. Kalium- permanganati var sáldrað yfir reit 25x25 metr- ar að stærð. Kaliumpermanganatið leysist upp í vatni og litar það dökkrautt, þótt manganat- ið sé óverulegt að magni til á móti vatninu. Sólskin var og snjór kramur, þegar kaliumper- manganatinu var dreift. Það gekk á með éljum og skafrenningi. Að skammri stundu liðinni var manganatið horfið af yfirborðinu. Ætlunin með kaliumpermanganatinu var að kanna, hve hratt vatnið, sem sólbráðin losaði úr efsta snjó- laginu, sigi niður og sjá, hvernig það hagaði sér. Vikuna á eftir var sólfar rnikið og snjór kramur um daga, en frysti um nætur. Hinn 14. júní, þ. e. a. s. 6 sólarhringum eftir að kaliumpermanganatinu var dreift, var grafið niður í miðjan reitinn, litartaumarnir athug- aðir, hiti og eðlisþungi mældur. Snjógryfjan var þannig, mælt frá yfirborði: Hér er T0 sett 273,2 °K, þ. e. bræðslumark íss, og R0 var síðan mælt í vatns-ís-blöndu um sama leyti og mælingarnar voru gerðar. Stuðullinn B var ákveðinn með því að mæla viðnám ter- mistorsins við nokkur þekkt hitastig í nágrenni við 0 °C. Eftirfarandi gildi fengust: R0= 31640 ohm B = 3900 °K-i Viðnám termistorsins var mælt nteð Wheat- stones-brú, sem lesa mátti af með ± 20 ohma nákvæmni, er svarar til rúmlega 0,01 °C ná- kvæmni í hitanum. Upphitun af völdum cm 0—185 Snjór virtist þurr, en litarefnið hafði þó hríslazt verulega um hann. 185 — 189 íslag. Mesta þykkt 4 cm; sums staðar aðeins 1 cm. 189—215 Fínkornóttur snjór, líkur snjónum of- an við íslagið. 215—240 Snjór með mörgum smáum íslögum og litarefnið dreift um hann allan. 240— 241 íslag, mesta þykkt 1 cm, en víða að- eins 0,3 cm. 241— 260 Fínkornóttur snjór með örfínum ís- lögum. 260 íslag um 0,2 cm. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.