Jökull


Jökull - 01.12.1961, Page 14

Jökull - 01.12.1961, Page 14
SIGURÐUR ÞÓRARI NSSON: Vatnajökulsferðir Jöklarannsóknafélagsins 1961 The Vatnajökull Expeditions June and September 1961 VORFERÐIN í júnímánuði 1961 var gerður leiðangur á Vatnajökul, svo sem gert hefur verið nú vor hvert síðan 1953. Var þetta því 9. vorleiðang- urinn í röð. Hlutverk þessa leiðangurs var margþætt. Eitt aðalverkefnið var að hallamæla snið þvert yfir jökulinn, frá Svíahnúk eystri á Grímsfjalli til Kverkfjalla, um 40 km vegalengd. Fjórir áhuga- samir menn höfðu tekið sig saman um að fram- kvæma þetta erfiða verk. Fyrirliði þeirra fjór- menninganna var Steingrímur Pálsson, land- mælingamaður, en hinir þrír voru Páll Hafstað, fulltrúi á Raforkumálaskrifstofunni og verk- fræðingarnir Pétur Jökull Pálmason og Sig- mundur Freysteinsson. Fyrir tveimur árum mældu þeir Steingrímur og Sigmundur snið milli Kerlinga og Pálsfjalls, og sömuleiðis snið á Tungnárjökli frá jökuljaðrinum í Tungnár- botnum 3 km inn á jökul. Þetta snið mældu þeir nú aftur. Munu þeir gera grein fyrir mæl- ingum sínum síðar í sérstakri grein í Jökli. Er framtak þessara manna mjög virðingar- vert og væri mjög æskilegt, að einhverjum þeirra gæfist tækifæri til að halda þessum mæl- ingum áfram næstu árin og fjölga sniðum, sem hallamæld yrðu. Þessar mælingar gefa trausta vitneskju um búskap jökulsins og sú vitneskja er þýðingarmikil, ekki aðeins frá vísindalegu sjónarmiði, heldur og ekki síður fyrir allar ráðgerðir eða hugsanlegar framkvæmir um vinnslu raforku úr jökulám þeim, er falla und- an Vatnajökli. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, hversu mikið af núverandi rennsli jökulánna stafar af rýrnun jöklanna, því ekki er hægt að treysta því, að sú rýrnun haldi stöðugt áfram. Fyrr en varir getur bú- skapur jöklanna orðið hallalaus að nýju og þeir jafnvel farið að leggja fyrir, og getur þetta valdið allmiklum breytingum á heildarrennsli jökulvatna, ef talsverður hluti af vatnasviði þeirra er jökli hulinn. Af vatnasviði Tungnár 12 eru um 690 km2 eða 20% jökli hulin, en af vatnasviði Köldukvíslar 460 km2 eða 26%. Þynning þessara jökulsvæða, sem næmi 1 m að meðaltali á ári, rnundi því samsvara rennslis- aukningu, sem næmi um 30 m3/sek árið um kring. Líklegt má telja, að árlegt meðalrennsli þessara vatnsfalla nú síðustu áratugina sé vegna jöklarýrnunar svo miklu meira en á köldustu áratugum síðustu aldar, að numið geti tugum prósenta. Þess er og að geta, að undirlag Tungnárjökuls er þannig, að vel gæti farið svo, að mikil þynning hans leiddi til þess að jökulsvæði, sem nú hafa afrennsli til Tungnár fengi afrennsli til Skaftár. I sambandi við hallamælingarnar var ákveð- ið að framkvæma segulmælingar og þyngdar- mælingar á Svíahnúks-Kverkfjalla línunni og þverlínum á hana. Það verk annaðist Örn Garð- arsson, verkfræðingur, sem var nýkominn heim frá framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Þriðja hlutverk leiðangursins — en um það sáu Sigurður Þórarinsson og Magnús Jóhanns- son — var að framkvæma hinar árlegu mæling- ar á snjókomu síðastliðins vetrar á vesturjökl- inum, einkum Grímsvatnasvæðinu, og kanna þær breytingar aðrar, sem kynnu að hafa orðið á því svæði. Auk þess skyldi starfrækt pósthús á Grímsfjalli eins og tvö undanfarin vor og skyldi Grimur Sveinsson, póstmaður, annast póstþjónustuna að vanda. Er það ærið verk að stimpla og frímerkja þau mörgu þúsund bréfa, sem því pósthúsi berast, en tekjurnar af þessu eru Jöklarannsóknafélaginu mikilsverður fjár- hagslegur stuðningur. Að þessu sinni bar svo vel í veiði, að pósthúsið á Grímsfjalli var opið 17. júní, er ný frímerki voru gefin út í tilefni af 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Voru þessi frímerki því notuð á flest bréfin og þau stimpluð þann dag. Báðir víslar Jöklarannsóknafélagsins voru með í förinni og stýrðu þeim Haukur Hafliða- son og Magnús Eyjólfsson, tveir af harðdugleg-

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.