Jökull


Jökull - 01.12.1968, Síða 4

Jökull - 01.12.1968, Síða 4
hlýtur þá að vera sú, að tvívetnismagn úrkom- unnar er hvergi það sama, heldur má vænta, að það sé tiltölulega mest úti við strönd, en fari síðan minnkandi inn að landmiðju. Það var því eðlilegt, að menn færu fljótt að velta fyrir sér, hvort ekki mætti notfæra tvívetnis- mælingar á vatni til þess að afla upplýsinga um feril þess og háttu og þá sérstaklega um leið þess gegnum berglögin. Sá íslendingur, sem fyrstur lét sér detta í hug, að tvívetnismagn hveravatns gæti gefið nokkrar upplýsingar um uppruna þess, var Þor- kell Þorkelsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, í grein, sem hann skrifaði 1940. Tvívetnismæl- ingar á þeirn tímum voru þó það ónákvæmar, að niðurstaða Þorkels hefði að öllum líkind- um engin orðið, enda þótt hann hefði ráðizt í slíkar athuganir. Auk þess var hann aðeins að velta fyrir sér, hvort hveravatn á Islandi væri að uppruna til regn eða hvort það væri komið úr iðrum jarðar. Þó er skemmtilegt að minnast þessarar hugmyndar Þorkels, því að hún sýnir, að íslendingar hafa á þeim árum barizt í fremstu víglínu, hvað rannsóknir á jarðhita snertir, og ekki vílað fyrir sér að beita nýjum uppgötvunum, jafnskjótt og þær komu fram á sjónarsviðið. Upphaf tvívetnisrannsókna eins og þær fara hér fram í dag má hins vegar með vissu rekja aftur til ársins 1954, og upphafsmenn rná telja þá dr. Gunnar Böðvarsson, sem þá starfaði við Jarðhitadeild Raforkumálakrifstofunnar, og Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor. Um þetta leyti og svo aftur nokkrum árum síðar var tví- vetnismagn allmargra íslenzkra vatnssýna mælt í Bandaríkjunum. Magn súrefnissamsæta var og mælt í nokkrum þessara sýna. Niðurstöður mæl- inganna lofuðu það góðu, að sjálfsagt þótti að halda þeim áfram. Það var þó jafnframt aug- ljóst, að þessar mælingar mundu verða svo um- fangsmiklar, að ekki kæmi annað til greina en framkvæma þær hérlendis. Árið 1964 var svo með aðstoð Alþjóða Kjarn- orkumálastofnunarinnar í Vín kornin aðstaða til tvívetnismælinga við Háskólann, og hafa þessar mælingar farið hér fram æ síðan. TVÍVETNI í REGNI OG GRUNNVATNI Tvívetni hefur verið mælt í miklum fjölda úrkomusýna og sýna úr staðbundnum köldum 338 JÖKULL 18. ÁR lindum. Þegar á árinu 1966 var unnt að nota niðurstöður þeirra mælinga til að draga upp á kort jafngildislínur, sem sýna tvívetni í úr- komu, hvar sem er á suðvesturhluta landsins. Þetta kort er sýnt á Mynd 1. Allar tölur á myndinni eru svonefnd ö-gildi, sem merkja, hve mörg pro mille meira eða minna er af tvívetni í sýninu en í meðalsjó. Að öll giklin hafa -t- fyrir framan töluna, merkir, að svo miklu minna er af tvívetninu en í meðalsjó. Jafngildislínurnar sýna í stórum dráttum, að tvívetni úrkomunnar er rnest úti við strönd landsins, en fer síðan jafnt og þétt minnkandi inn að landmiðju. Þetta er reyndar í samræmi við það, sem búizt hafði verið við. Eins og sést á myndinni, eru jafngildislín- urnar yfir Langjökul aðeins punktaðar. Orsök- in var sú, að þegar þetta kort var teiknað, voru engar beinar mælingar til af jöklinum. Hins vegar var þess að vænta, að úrkoma, sem fellur á jökulinn, mundi vera enn tvívetnis- snauðari. Þótt tvívetnismælingar á úrkomu og köldum staðbundnum lindum hafi fyrst í stað verið nokkuð einskorðaðar við suðvesturhluta lands- ins, þá merkir það ekki, að við höfum eingöngu sinnt þessum landshluta. Síðastliðið sumar var safnað sýnum úr köldum staðbundnum lindum úr öðrum landshlutum, og á þessu ári er safn- að úrkomu víðs vegar á landinu. Mælingar á þessum sýnum fara nú fram, og næsti áfangi, sem við reyndar eygjum, er kort, sem sýnir tvívetni í úrkomu, hvar sem er á landinu. En eins og fram kemur af nokkrum dæmum, sem nú verða nefnd, þá mun þetta kort vafalaust verða veigamikill grundvöllur fyrir áframhald- andi grunnvatnsrannsóknir. Jafnhliða mælingum á úrkomu og köldum staðbundnum lindum hefur verið mælt allmik- ið af sýnum frá köldum lindum og ám af fjar- lægum eða óþekktum uppruna og frá lieitum uppsprettum eða borholum. Auk mælinga á tvivetni heita vatnsins voru mældar súrefnissamsætur í nokkrum sýnum. Mælingar á súrefnissamsætum ásamt tvívetnis- mælingunum sýna, að heita vatnið er regnvatn að uppruna og að tvívetnismagn þess breytist ekki á leiðinni gegnum berglögin. Þetta voru mjög mikilvægar upplýsingar, því að samkvæmt þeim gat ekki hjá því farið, að með tvívetnis- mælingum mætti afla allmikilla upplýsinga um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.