Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1968, Qupperneq 14

Jökull - 01.12.1968, Qupperneq 14
Mynd 9. Hugsanlegt er, að nota megi tvívetni til mælinga á ísrennsli í jöklum. Fig. 9. Deuterium measurements might be of great use in testing models of iee flow in a glaciers. jökli, eins og sýnt er á Mynd 9. Gildin við yfirborð jökulsins tákna ð-gildi íssins í næst- efsta árlagi, þ. e. í lagi, þar sem breytingu fyrsta sumarsins er lokið. Slitróttu örvarnar tákna hreyfingar íssins, eins og menn hugsa sér, að þær séu samkvæmt eldri hugmyndum. Með því að bora holu gegnum jökulinn, eins og sýnt er á myndinni, og mæla tvívetni is- kjarnans af mismunandi dýpi, ætti að takast að staðfesta, hvort hreyfingarnar eru eins og myndin sýnir. ískjarninn efst í holunni, Kj, mundi þá hafa ök^ = a, sem er hið sama og yfirborðsisinn við holuna. Kjarni K2 mundi hafa 8^2 = b, sem er hið sama og 8-gildi vfir- borðsíssins nokkru ofar á jöklinum. Þannig mundi, eins og myndin sýnir, fást tvívetnis- snauðari ískjarni, eftir því sem neðar kemur í holuna, og sá ís væri þá upprunninn að sama skapi ofar af jöklinum. Myndin sýnir einnig, að sýni tekin af yfirborðsís neðan við hjarn- línu mundu hafa 8-gildi, sem væri spegilmynd 8-gildanna ofan við hjarnlínu. A þennan hátt gætu tvívetnismælingar sýnt, hverjar hreyfingar íssins væru. Ef unnt er að aldursákvarða ís- kjarnann, fengjust jafnframt upplýsingar um, hversu hratt ísinn hreyfist. LOKAORÐ Að síðustu er rétt að taka saman í fáum orð- um þau not, sem hafa má af tvívetnismæling- um á vatni og jökulís hérlendis samkvæint ofan- skráðu. Tvívetnismælingar á úrkomu ásamt tvívetnis- mælingum á grunnvatni má nota til að afla upplýsinga um, hvar grunnvatn, jafnt heitt sem kalt, hefur fallið til jarðar sem regn og megin- rennslisstefnu þess neðanjarðar. Dæmi eru um, að vatn hefur runnið allt að 70 km leið neðan- jarðar, þegar það kemur upp á yfirborðið aftur. Tvívetnismælingar á ís og snjó á jöklum hér- lendis má að auki nota til að ákveða magn árs- úrkomu, sem fellur á jöklana. Þessar mælingar veita þá jafnframt upplýsingar um, hversu mikill hluti ársúrkomunnar sezt að í jöklinum sem ís og hversu mikill hluti rennur burtu þeg- ar fyrsta sumarið. Slík ákvörðun hefur verið gerð á einum stað á norðurhluta Langjökuls og á einum stað á Tungnárjökli. Gildin, sem fengust, eru í góðu samræmi við það, sem við að búast samkvæmt öðrum upplýsingum. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að beita þessari aðferð almennt á íslenzkum jöklum. Tvívetnismælingar af íssúlu, sem safnað er með því að bora gegnum jökulinn á Bárðar- bungu, munu ef til vill, ásamt aldursákvörðun á ísnum, geta gefið upplýsingar um breytingar á meðalárshita hérlendis allt frá upphafi ls- landsbyggðar. Þá má ef til vill með tvívetnismælingum á jökulís fá mikilvægar upplýsingar um hreyfing- ar jökla. Að endingu skal tekið fram, að því er varðar jökla, að talsvert af því, sem hér hefur verið ritað, er enn hálfunnið verk eða jafnvel aðeins hugmyndir. Sumt má að vísu teljast sannað, eins og t. d. það samspil, sem á sér stað milli tvívetnis jökulíssins annars vegar og leysingar- vatns eða regns hins vegar. Sú aðferð, að not- færa sér tvívetnismælingar til að ákveða magn ársúrkomu og magn þess hluta hennar, sem sezt að í jöklinum, virðist einnig nothæf. Aðrir þættir, eins og að notfæra sér tvívetnismæling- ar til að rannsaka hreyfingar jökla eða að not- færa sér jiær sem hitamæli liðinna alda, eru þó, enn sem komið er, vart meira en hugmynd- ir. Þær hugmyndir virðast í dag réttar, svo langt sem vitneskja okkar nær, og því rétt að fylgja þeim eftir með frekari rannsóknum. Hvort end- anlegt svar verður jákvætt, skal þó engu um spáð, fyrr en raunverulegar mælingar liggja fyrir. 348 JÖKULL 18. ÁR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.