Jökull


Jökull - 01.12.1968, Side 16

Jökull - 01.12.1968, Side 16
Þrívetni í grunnvatni og jökium á Islandi PÁLL THEODÓRSSON, RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKOLANS INNGANGUR íslög jökla geyma margvíslegan fróðleik um liðnar aldir, á svipaðan hátt og jarðlög geta geymt ýmsa þætti úr myndunarsögu jarðar. Ar- lögin leggjast þar í fremur jöfnum mæli hvert ofan á annað og er því að sumu leyti auðveld- ara að lesa úr íslögum jökla en úr lögum jarð- ar. Hins vegar er öliu torveidara að ráða levni- letur íslaganna og þarf hina fullkomnustu mælitækni nútímavísinda til þess. Það hefur því ekki verið fyrr en á síðustu árum, að vísinda- menn hafa tekið að beita ýmsum tækniþáttum nútímavísinda við slíkar jöklarannsóknir. Með mælingum sem þessum má stundum fá upplýsingar um, hver meðalárshitinn var, er snjórinn féll á jökulinn, um aldur íssins, um þykkt dýpri árlaga, hreyfingar jökulíssins o. fl. Vegna þess, hve skammt er síðan tekið var að beita flestum þessara rannsóknaraðferða, er ekki hægt að segja enn með neinni vissu, hve mikið þær eiga eftir að færa okkur af nýrri þekkingu, en þær lofa mjög góðu. En nú vil ég beina athygli lesandans frá frosti að funa, því i rannsóknum mínum mæt- ast þessar andstæður, en það eru athuganir rnínar á hveravatni, sem hal'a leitt athygli mína að jöklunum. Verkefnið, sem ég hef verið að kljást við, er þetta: Hve langur tími líður milli þess, að úrkoma fellur á yfirborð jarðar, þar til hún leitar upp á yfirborðið í heitum hver. Mælingar á þrívetnisinnihaldi vatnsins geta væntanlega frætt okkur eitthvað um þetta, en hluti af lausn þessarar mikilvægu gátu er vænt- anlega falinn í íslögum Vatnajökuls. ÞRÍVETNIÐ, UPPGÖTVUN ÞESS OG FRAMLEIÐSLA Vatn er gert úr frumefnunum vetni og súr- efni. Vetnisfrumeindirnar eru jafnan af þrem- ur afbrigðum, samsætum: einvetni, tvívetni og þrívetni. Eini munur samsætanna er sá, að kjarnar þeirra eru misþungir. Langmest er af einvetninu, eða um 99,99%, af tvívetninu er liðlega einn af hverjum tíu þúsund, en sára- lítið af þrívetninu. Einn eðliseiginleiki þrívetnisins er algjörlega frábrugðinn eiginleikum hinna samsætanna. Kjarnar þess eru óstöðugir, þrívetnið er geisla- virkt, en einmitt þess vegna er hægt að mæla magn þess, þótt það sé sáralítið. Geislun þrí- vetnisins helmingast á hverjum tólf árum. Það var bandaríski vísindamaðurinn W. F. Libby, sem skömrnu eftir síðustu heimsstyrjöld fékk fyrstur hugboð um, að þessa geislavirku vetnissamsætu væri að finna i náttúrunni. Hann var þá að rannsaka, hvaða geislavirk efni kynnu að myndast í efstu lögum lofthjúps jarð- ar við árekstra hinna orkuríku geimgeisla og frumeindakjarna andrúmsloftsins. Merkasta nið- urstaða hans af þessum athugunum var geisla- kolið, eða kolefni —14, sem hefur nú um tveggja áratuga skeið verið notað í ríkum mæli til aldursákvarðana í jarðfræði og fornleifa- fræði. Libby benti á, að þrívetni kynni að myndast á svipaðan hátt, og skömnni síðar tókst honum og samstarfsmönnum hans að sýna með mælingum, að svo væri. Eftir að þrívetnið hefur myndazt í heiðhvolf- inu, sameinast það fljótlega súrefni andrúms- loftsins og myndar með því vatn. Þetta vatn dregst fljótlega inn í hina miklu hringrás í gufuhvolfi jarðar. Lokaniðurstaðan verður sú, þegar ekkert þrívetni bætist við eftir öðrum leiðum, að þrívetnisstyrkur úrkomunnar á sér- hverjum stað fær visst ársmeðalgildi, sem ein- ungis er háð hnattstöðu og landfræðilegum að- stæðum. Þegar slíkt vatn leitar djúpt undir yfirborð jarðar og einangrast frá raka andrúms- loftsins, tekur geislun þrívetnisins að dofna á reglubundinn hátt. Eftir rúm tólf ár verður hún komin niður í helming hins upprunalega ársmeðalgildis, eftir rúm 24 ár niður í fjórðung o. s. frv. 350 JÖKULL 18. ÁR

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.