Jökull - 01.12.1968, Qupperneq 21
Myncl 4. ískjarni.
Fig. 4. An ice core.
ekki „bærðist strá“. Þarna var bræðsluborinn
reyndur í fyrsta skipti. Gekk borunin ágætlega
og var borað niður á 29 metra dýpi.
LEIÐANGUR Á VATNAJÖKUL
Um þremur vikum síðar var lagt í nýjan leið-
angur með bræðsluborinn. Var þá farið með
Jöklarannsóknafélaginu í leiðangur á Vatna-
jökul, en þar skyldi meginverkefni borsins vera
að ná allt að 100 metra djúpri borholu á Bárð-
arbungu. Sigurður Þórarinsson segir frá þess-
um leiðangri á öðrum stað í þessu hefti Jökuls.
Fimm af þátttakendum leiðangursins stefndu
á Bárðarbungu, eftir að upp á jökulinn var
komið. Vegna óhagstæðra veðurskilyrða og
ólags á snjóbíl, var þó ekki farið upp á há-
bunguna, heldur var stöðvað í 1800 metra hæð
og borað þar.
Gekk sæmilega greiðlega að bora niður á um
35 metra dýpi, en þar fyrir neðan var nokkru
stirðara að draga borinn upp fyrstu metrana.
Eftir fertugasta metrann festist borinn, þegar
verið var að draga hann upp, og slitnaði fest-
ingin á stálvírnum, þegar reynt var að ná hon-
um upp. Var þá járnkarl látinn síga í stálvírn-
um niður í holuna, og með honum mátti slá
borinn niður úr klemmunni. Með því að losa
borinn nokkrum sinnum úr klemmu á þennan
hátt, tókst að ná bornum upp á rafmagnskapl-
inum. Eftir 41. metrann festist borinn að nýju.
En í Jretta skipti tókst ekki að ná honum upp,
því að festingin í járnkarlinn slitnaði. Nú
liggja því bæði bor og járnkarl þar á liðlega 40
metra dýpi.
Þrátt fyrir þessa erfiðleika, er ég bjartsýnn á,
að takast megi að bora niður á mun meira
dýpi með bor af þessari gerð. Er nú verið að
undirbúa leiðangur á Vatnajökul, og er það
von okkar að geta borað niður fyrir 100 metra,
helzt niður undir 200 metra.
NIÐURSTÖÐUR ÞRÍVETNISMÆLINGA
AF LANGJÖKLI
Lokið er við að mæla þrívetni sýnanna úr
bræðslubornum á Langjökli og Vatnajökli. Á
Mynd 5 er sýnt þrívetni borkjarnans frá Lang-
jökli. Séu niðurstöður mælinganna á Langjökli
bornar saman við þrívetnið í úrkomu á Rjúpna-
hæð, sést strax, að það fær ekki staðizt, að
Langjökull geymi óspillt sýni af úrkomu lið-
inna ára. Það er að sjálfsögðu ekkert nýtt,
þvi að vitað er, að sumarúrkoman fellur sem
regn, og hripar niður í gegnum jökulinn. Með
því að leggja saman vitneskju úr ýmsum átt-
um, má ætla, að meðalgildi ársúrkomunnar
þarna á jöklinum sé um 3000 mm, og að nærri
helmingur þessa úrkomumagns sitji eftir sem
snjór á jöklinum. Má þá gera ráð fyrir, að
þetta svari til snjókomu mánaðanna október—
febrúar.
Flestir vísindamenn, sem fram að þessu hafa
fjallað um skipti vatns, sem seitlar gegnum þíð-
jökla og ískristalla jökulsins, hafa talið, að tími
sá, sem vatnið er í nábýli við ísinn, væri of
stuttur til þess að nokkur veruleg skipti gætu
orðið þarna á milli. Sé nú gert ráð fyrir, að
þetta sé rétt og úrkoma mánuðina október—
febrúar sitji eftir sem snjór í jöklinum, má
reyna að geta sér til, hvernig þrívetnisstyrkur-
inn ætti að breytast með dýpinu. Geri ég þá
ennfremur ráð fyrir því, að þrívetnisstyrkur úr-
komunnar sé svipaður í Langjökli og Rjúpna-
JÖKULL 18. ÁR 355