Jökull


Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 50

Jökull - 01.12.1968, Blaðsíða 50
og er skerspennan við botninn þar ákvarðandi. F.£ halli yíirborðsins og botnsins er lítill, er skerspennan (T) við botninn aðeins háð þykkt (h) og rúmþyngd (y) jökulsins og halla yfir- borðsins (a), (sjá viðauka): T = y • h • tg a. í kyrrstæðum jökli fer þá skerspennan við botninn vaxandi með tímanum, a. m. k. á ákomusvæðinu, og kemur þá fyrr eða síðar að því, að jafnvægið raskast og gangur verður í jöklinum. Athuganir á Síðujökli 1962—1964 ('Thorarinsson 1964) sýna einmitt, að hreyfing- in byrjar á ákomusvæðinu, þar sem h • tg a er vafalaust stærst. Ekki er víst, að þetta sé alveg svona einfalt í raunveruleikanum, t. d. er hugsanlegt, að jökullinn sé ekki allur kyrrstæður að staðaldri, en skýringin getur samt staðizt i megindrátt- um. í efri enda Nýjafellslínunnar var halli yfir- borðsins 1967 um 0,021 (eða sjá Mynd 13. 1946 var hallinn á þessurn stað um 0,015 (eða 51,5'). Á tímabilinu 1946—67 var þykktaraukn- ingin þarna 45—50 m. Botninn við enda lín- unnar er 750—760 m y. s. samkvæmt mæling- um Svens Þ. Sigurðssonar 1967. Ef gert er ráð fyrir, að stefna Nýjafellslínunnar sé eins og skriðstefna jökulsins og að rúmþyngdin sé til jafnaðar 880 kp/m?>, fæst skerspennan: 1946: T -- 0,59 kp/cm2 1967: T = 0,91 kp/cml Þessar tölur ættu a. m. k. að gefa stærðar- gráðuna á Jressum stað: Talið er að skerspennan við botn raunveru- legra skriðjökla sé frá 0,5 upp i 1,5 kp/cm2 (Nye 1952), þannig að jökullinn er hugsanlega á mörkum þess að skríða, því að spennan getur eins vel verið meiri en í Nýjafellslínunni á stórum svæðum. Þess ber þó að gæta, að e. t. v. þarf spennan að vera mun hærri en 1,5 kp/cm2 til að koma kyrrstæðum jökli á hreyfingu, einkum ef neðsti hlutinn skríður ekki af eigin þunga, en ýtist áfram af þrýstingi ofan frá. Niðurstöður af þessum athugunum eru í stuttu máli að eðlilegt ástand Tungnárjökuls sé kyrrstaða milli framhlaupa á nokkurra ára- 384 JÖKULL 18. ÁR tuga fresti. Mælingar á leysingu og hopi jökul- randarinnar gefa þá mjög takmarkaðar upplýs- ingar um það, hvort jökullinn í heild er að rýrna eða vaxa. Vegna framhlaupanna og einnig frá hagnýtu sjónarmiði er Tungnárjökull þýðingarmikið rannsóknarefni. En árangur verður lítill nema rannsóknir verði umfangsmiklar: veðurathug- anir í Jökulheimum árið um kring; reglubundn- ar mælingar á ákomu, leysingu og afrennsli; kortlagning yfirborðsins á nokkurra ára fresti og kortlagning botnsins, svo að eitthvað sé nefnt. Mælingarnar við Nýjafell voru gerðar að frumkvæði Steingríms Pálssonar, en Jöklarann- sóknafélagið stóð fvrir mælingunum milli Páls- fjalls og Kerlinga. Orkustofnunin hefur kostað ýmsan útbúnað til mælinganna og veitt styrk til úrvinnslu þeirra. Mest er þó unnið af sjálf- boðaliðum, og hafa margir lagt þar hönd á plóginn. VIDAUKI Eins og fram kemur hér að framan er Tungnárjökull sennilega lengst af kyrrstæður. Rétt er þó að athuga nánar skilyrði fyrir jafn- vægi jökulsins. Skrið jökla verður bezt skýrt með því, að jökulísinn sé plastískur (Nye 1952). Ef skerspennan fer yfir ákveðið mark, flvtur eða brotnar ísinn. Spennurnar eru stærstar við botninn, og verða hér leiddar út jöfnur fyrir skerspennuna við botninn með ákveðnum for- sendum. Jafnvægisjöfnur á diffurformi fyrir „óendan- lega“ breiðan jökul eru 3öi + ^ = 0, (1) 3x dy day , ðTxy ~r — - — y = 0, (2) dy 3x þar sem ox og oy eru normalspennur lárétt og lóðrétt (pósitífar sem tog), Txy: skerspennan lárétt og lóðrétt, y: rúmþyngd íssins (y = pg þar sem q er eðlis- þyngdin og g þyngdarhröðunin).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.