Jökull - 01.12.1968, Page 71
jökul er sunnan Nýjafells. Þá hefur Carl J. Ei-
riksson einnig athugað lengdarbreytingar norð-
an fellsins. Þar er hopið hægara eða á sl. ári
100 m á móti 190 m sunnan við fellið.
Vatnajökull. Hannes Jónsson á Núpsstað,
sem mælt hefur við vestanverðan Skeiðarár-
]öknl síðan lengdarmælingar hófust þar, lézt
sumarið 1968. Við mælingunum tók Eyjólfur
sonur hans.
Ragnar Stefánsson í Skaftafelli, sem mælir
við austanverðan Skeiðarárjökul, segir í bréfi:
„Austasta línan, Eg, er hjá ytri farvegi Skeiðar-
ar, skammt frá vestari öldubrún hans. Merki
fjærst jökli í línunni er jökulmerkið nr. 113.
Nálægt 3 km vestar er mælilínan E^, þar er
jökulmerkið nr. 114 yzt merkja, og svo nál. 2
km vestar er mælilínan Ei, þar er jökulmerkið
ur. 115 yzt í röðinni."
Og enn segir Ragnar: „Lítil breyting hefur
orðið á jaðri jökulsins. En Skeiðarárjökull hef-
ur lækkað þetta ár (frá hausti 1967 til jafn-
lengdar 1968). Áberandi er, hve tanginn austur
við Jökulfell hefur lækkað mikið, sérstaklega
þar, sem hreinn ís er. Skeiðará hefur nú tvö
utföll. Llklegt er, ef jökullinn eyðist svo ört
við Jökulfell, sem hann liefur gert í sumar, að
þess verði skammt að bíða, að Skeiðará fari öll
í ytri farveginn (þ. e. a. s. þann vestari).
Skeiðarárjökull virðist lækka einnig hið hærra
uppi, t. d. þar sem hann ber hæst héðan að sjá,
miðað við Núpsstaðafjöll."
í bréfi segir Flosi Björnsson á Kvískerjum,
að Kvíárjökull sé úfinn og sprunginn. Erfitt
að segja, hvort Hrútár- og Fjallsjöklar hækka
eða ekki, virðast breytast lítið. Hrútárjökull
mun þó sprungnari á nokkrum kafla en í fyrra.
Breiðamerkurjökull virðist fremur halda áfram
að lækka.
í bréfi tekur Skarphéðinn Gíslason fram, að
breytingar séu ekki stórvægilegar, þótt fram-
skrið sé á flestum stöðum, nema við Heina-
bergsjökul. Á báðum mælistöðum Heinabergs-
jökuls mynduðust lón.
Vatnsdalur hljóp um mánaðamótin ágúst/
september. Við Kolgrlmubrú er vatnshæðar-
mælir (síriti byggður sl. vor). Hófst hlaupið
þar kl. 17, 31. ágúst, náði hámarki kl. 8, 2. sept.,
þ. e. a. s. eftir 39 klukkustundir, og var lokið
22 klukkustundum eftir hámark eða kl. 6, 3.
sept. Nánar verður skýrt frá Vatnsdalshlaupum
í Jökli síðar.
JÖKULL 18. ÁR
405