Jökull


Jökull - 01.12.1973, Síða 20

Jökull - 01.12.1973, Síða 20
Rannsókn á framhíaupi jökla Það er vel þekkt staðreynd, að sumir jöklar hlaupa skyndilega fram. Sú hreyfing er talin í eðli sínu gerólík venjulegu skriði og gangi jökla. Enn hefur engin skýring fundizt á framhlaup- um, og mikið hefur vantað á, að mælingar á jöklum, sem hlaupa, hafi verið nægilega skipu- legar. A komandi árum verður því Jöklarann- sóknafélagið að sinna þessu verkefni meir en verið hefur. Hér mun því verkefnið kynnt nokkuð. Af frásögnum, sem til eru um framhlaup, má draga fram eftirfarandi atburðarás, sem er þeim sameiginleg. f nokkra áratugi er jökultungan nær hreyfingarlaus, en ákomusvæði jökuls rís, og langsnið upp hann verður stöðugt brattara. Fyrstu merki framhlaups eru sprungur þar, sem halli yfirborðs er mestur. Þær myndast á fáein- um dögum, oft með miklum brestum, og geta orðið allt að 100 m djúpar. Samtímis vex aur- burður og rennsli jökulárinnar. Sprungusvæðið breiðist upp jökul, en skríður síðan niður að isstíflunni við jökultunguna og hleypir henni fram. Skriðhraði hins sprungna yfirborðslags nær hámarki nokkrum vikum eftir að hlaup hefst. Framhlaup stendur venjulega í nokkra mánuði, stundum 1 til 2 ár. Jökulsporðurinn hefur þá færzt fram allt að 10 km, og risið, sem nemur ísmagni, er fallið hefur niður á efri hluta hlaupsvæðis. Af þessari lýsingu er ljóst, að milli hlaupa vex mótstaða gegn rennsli hlaupjökuls og hraði hans minnkar og verður of lítill til þess að við- halda jöfnu ísstreymi. ísmassi hleðst upp ofan við stíflu, eö þegar mótstaðan nær vissu marki, virðist viðstaðan við botn jökulsins minnka skyndilega. Jökullinn fer úr jafnvægi og rennsl- ishraði hans vex hratt. Langsnið upp hlaup- jökul getur ekki haldizt stöðugt til langframa. Ástæður fyrir þessari breytingu á núningsmót- stöðu við botn sumra jökla eru ókunnar. Sú til- gáta hefur komið fram, að hækkun hitastigs við botn gaddjökla upp að frostmarki geti aukið rennsli jökuls, svo að hann hlaupi. Ennfremur, að vatnslag geti lyft þíðjökli yfir ójöfnur á botni og aukið rennsli hans. Hvorug tilgátan er þó talin geta skýrt, hvað kemur hlaupum af 18 JÖKULL 23. ÁR stað, valdið hinum mikla skriðhraða og geti haldið honum við, þótt þykkt jökuls og halli yfirborðs minnki. Aukin þekking á vatnsrennsli, ísgerð og hitastigi við botn hlaupjökla virðist því vera skilyrði fyrir lausn þessarar gátu jökla- fræðinnar. Við rannsóknir á framhlaupum gæti Jökla- rannsóknafélagið unnið gagnlegt starf að mæl- ingum á framvindu hlaupa, sem enn hefur ein- ungis reynzt unnt að lýsa i almennum orðum. Hér munu því kynnt drög að áætlun um æski- legar rannsóknir á Tungnaárjökli fyrir hugsan- legt hlaup, meðan á því stendur og eftir það. Fyrir hlaup þarf að fá mynd af stöðu og lögun jökuls, afkomu, hreyfingu, hitaástandi og vatns- rennsli. Gera þarf kort af yfirborði jökuls með hjálp loftmynda og gervitunglamynda. Með end- urteknum mælingum á milli stika á langsniði upp jökul má fylgjast með afkomu, streitu og yfirborðshraða og fylgjast þarf með breytingum á sprungumynstri. Kanna þarf botn jökulsins með jarðsveiflumælingum eða þyngdarmæling- um og borunum. Með borun fæst vitneskja um Isgerð við botn og breytingar á efnasamsetningu með dýpi í borkjarna úr jökli gætu e. t. v. skýrt, hver röskun ísmassans er við hlaup. í borholu má einnig fylgjast með rennslishraða jökuls við botn, hraða formbreytingar íss með dýpi og breytingum á hitaástandi og vatnsþrýstingi við botn. Loks má nefna könnun á hrjúfleik lands, sem er nýlega komið undan jökli (fyrrverandi jökulbotni). Meðan hlaup varir, þarf að fá sem bezta mynd af hreyfingu jökulsins og vatnsrennsli frá hon- um. Æskilegt væri að teikna með mánaðar milli- bili kort af jöklinum með hjálp loftmynda, gervitunglamynda og skámynda úr flugvélum. Með því má fylgjast með massaflutningi niður jökul, breytingum á sprungumynstri, kanna hvort sprungulagið skríður sem ein blokk eða hreyfing þess er breytileg frá einum stað til annars; eins gæti sést, hvort lóðrétt blöndun á sér stað, er ísinn skríður fram. Við jökultung- una má athuga á ýmsan hátt, hvernig jökullinn skríður fram, kanna ísgerð hans og frárennsli. Helgi Björnsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.