Jökull - 01.12.1973, Side 60
SKEIÐARARHLAUP 1972
Mynd 4. Þversnið Skeiðarár undan Skaftafelli.
Fig. 4. Cross-section of Skeidard west of Skaftafell.
1. 1971 11.—14. ágúst. Hámark 13. ágúst kl. 12.
2. 1971 7.—15. des. Hámark 12. des. kl. 16.
3. 1972 11.-13. júlí. Hámark 12. júlí kl. 12.
4. 1973 3.—15. maí. Hámark 12. maí kl. 22.
5. 1973 22.-25. júlí. Hámark 24. júlí kl. 13.
Síriti er í Kolgrímu og hefur verið um nokk-
urt árabil, svo að nú eru til línurit yfir mörg
Vatnsdalshlaup. Vatnamælingar munu birta
rennslisniðurstöður í Jökli, áður en langt um
líður.
Kaldakvísl — „Hamarslón“
Jökulhlaup kom í Köldukvísl 1. ágúst 1972,
sjá Jökul 22. ár, bls. 88.
Skeiðarárhlaup — „Grímsvatnahlaup“
1954 hlupu Grímsvötn 4.-28. júlí. Hámark
18. júlí. Þá voru liðin 6 ár og 5 mánuðir frá
síðasta hlaupi, eða 6i/<, sumar, sjá greinina
Skeiðarhlaupið 1954 í Jökli 5. árg.
1960 hlupu Grímsvötn 5. jan.—10. febr. Há-
mark 25. janúar. Þá voru liðin 5 ár og 6 mán-
uðir frá siðasta hlaupi eða 5i/z sumar. Hinn
20. janúar náði hlaupið til Gígju. Sími um
Skeiðarársand rofnaði. Megn fnykur í lofti.
Aðal vatnsmagn hlaupsins féll til sjávar um
austanverðar Skaftafellsfjörur.
1965 hlupu Grímsvötn 22. ágúst—18 sept. Há-
mark 7. sept. Þá voru liðin 5 ár og 8 mánuðir
eða 6 sumur frá síðasta hlaupi. Um miðjan
ágúst var all megn jöklafýla í Skaftafelli. Þeg-
ar hlaupið fór að færast verulega í aukana 5.
58 JÖKULL 23. ÁR
sept., tók vatn að vætla fram á sandinn nokkru
austan við sæluhúsið, en slíkt hafði ekki gerzt
í hlaupunum, sem nefnd eru hér að framan.
Það sást vel, hve grunnvatnsstaðan var há í
jöklinum, því að undir kvöld 5. sept. tók vatn
að renna fram milli fjalls og jökuls við Kross-
gilstind. Breidd farvegar 6. sept. um símalínu
2 km, staur féll og símasamband rofnaði. Um
hádegisbil 7. sept. fjaraði við Krossgilstind, en
vatn hélt áfram að drýgjast í Sæluhúsakvísl út
þann dag, varð 8—10 m3/s. Hinn 8. sept. féll
enn einn símastaur. Nokkurt hlaupvatn féll til
Gígju. Síðla dags 8. tók að fjara mjög.
„I þessu hlaupi hefur komið talsverð jaka-
hrönn allt frá jökli og nokkuð fram d sandinn,
þótt litið berist fram á móts við Skaftafellsbœi,
nema smámulningur, lítið er af mjög stórum
jökum. Telja má þó, að þetta sé með mesta
móti, sem brotnað hefur úr jöklinum siðan
1958,“ segir Ragnar Stefánsson í Skaftafelli.
1972 hlupu Grímsvötn 1. marz—5. apríl. Há-
mark 23. marz. Þá voru liðin 6 ár og 6 mánuðir
frá siðasta hlaupi eða 6 sumur. Fyrstu tvo daga
mánaðarins var megn jöklafýla í Skaftafelli, og
áin dökk af aur. Sökum stórrigninga og vaxtar
í vatni hvarvetna sást ei glöggt, hvort lilaup-
vatn var komið í ána. Aðdragandi hlaupsins
var hægur allt fram til 16. marz, sjá meðfylgj-
andi línurit (Mynd 3).
Hlaupið var rannsakað eins rækilega og tök
voru á. Vegagerð ríkisins var aðalrannsóknar-
aðilinn. Helgi Hallgrímsson yfirverkfræðingur
brúargerðar stjórnaði rannsóknunum. Auk mæl-