Jökull


Jökull - 01.12.1973, Side 66

Jökull - 01.12.1973, Side 66
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Haustið 1973 voru lengdarbreytingar mældar á 38 stöðum. Á 17 stöðum hopaði jökuljaðar, en gekk fram á öðrum 17, stóð í stað á fjórum stöðum. Jöklar virðast því i jafnvœgi við ríkj- andi veðurfar. Hvergi var gangur í jökli, nema í Eyjabakkajökli. Framhlaupið þar, sem hófst í ágúst 1972, hélt áfram fyrri hluta árs 1973. Veturinn 1972/73 var stórviðrasamur, en fremur hlýr. Veðurathugun var starfrækt á brún Eyjafjarðardals, nefnd Nýibær. Gos í Heimaey. í lok vetrar var snjór í hálendi nálægt meðal- lagi. Vorið var kalt og vorflóð lítil. Fjallvegir urðu seint færir. Sólfar sumarsins var nokkuð yfir meðallagi. Um haustnætur voru víða miklar aurkeilur á jökulsporðum. Snafellsjökull I bréfi með mælingaskýrslunni segir Harald- ur Jónsson hreppstjóri í Gröf: „Snjólaust var við jökulrönd, þ. e. a. s. ekki haustsnjór, en skaflar frá síðasta vetri með mesta móti. I skriðjökulsendann sést ekki fyrir snjó, hin skráða aukning er því í báðum stöðum snjór frá síð- asta vetri." Kaldalónsjökult f bréfi með mælingaskýrslunni segir Aðal- steinn á Skjaldfönn: „Jökullir.n hefur þynnzt nokkuð fyrir neðan skerið, en efri klakkarnir virðast ekki hafa hækkað neitt. Jökuljaðar mjög svipaður og í fyrra, þó dregizt aðeins til baka. Mórilla rennur eins og áður undan nyrðra horni jökulsins. Þar er 20 m há jökulrönd fram með ánni Smá sprungurönd er á milli skersins og Jökulholta, og tvær mjóar þversprungur neðan til við skerið. Jökullinn er að mestu hulinn snjó frá síðasta vetri, nema smá skjambar eru upp með og upp af Votubjörgum. Vetrarsnjór nær horfinn við jökuljaðarinn. Engin sjáanleg hreyfing er í jöklinum. Jcrð fór þíð undir snjó í fyrra haust (1972), og komu því engin svell i vetur er leið, og var því ekkert kal í túnum í sumar. Eldri köl eru að mestu gróin á túnum. Það uxu hér engar berjategundir i sumar, þó var grasspretta mjög sæmileg. Og nú sást fyrst í sumar að úthagi væri að taka við sér eftir kalárin." Reykjarfjarðarjökull í bréfi með mælingaskýrslunni getur Guð- finnur Jakobsson þess, að nokkur breyting hafi orðið á landslagi við jökulsporðinn frá því í fyrra haust. Hraukarnir og ójöfnurnar, sem voru þar þá, eru nú orðin að sléttu landi, vatnsagi er þarna mikil og illfært að klakanum. Leirufjarðarjökull í bréfi með mælingaskýrslunni segir Sólberg Jónsson: „Þegar ég mældi við jökuljaðar 1. sept. s.l., þakti vetrarsnjórinn um 90% af yfirborði jök- ulsins. Sporðurinn var að mestu auður, en smá- skaflar við jökulmerkin. Veturinn var snjóþungur og vorið mjög kalt. Nú um haustnætur er snjór frá síðasta vetri mikill í Leirufirði, þó er þar ekki eins mikill snjór nú og haustið 1971. Mönnum ber saman um, að snjór í fjöllum hér við Djúp sé U/2 mánuði á eftir meðalári." Hofsjökull Um Nauthagajökul segir Magnús Hallgríms- son í mælingaskýrslunni: „Litla jökullónið við jökuljaðar er horfið. Jökuljaðar er sléttur en mjög brattur. Sprungubeltið (frá 1971) hefur risið.“ Vesturjaðar Múlajökuls. Jökuljaðar hruninn og óreglulegur. Um 10 m stál við mælistaðinn, framan undir stálinu 5 m breið, sundursprung- in, jökli hulin mórena. Sunnanverður Múla- jökull. Jökuljaðar mjög sprunginn, en halla- lítill og reglulegur. Ekkert stál við mælistaðinn. Merki þess, að hann sé farinn að hopa, eru greinileg. Sólheimajökull Um Vesturtunguna tekur Valur Jóhannesson fram í mælingaskýrslunni, að aurborni jökul- bunkinn, sem um getur í fyrra, hafi nú ýtzt fram um 50 metra. Megin jökultungan hefur hækkað nokkuð. Enn sem fyrr er aðalútfall ár- innar að vestan. Jökulstálið við Jökulhaus hefur gengið fram og hækkað, og mun sennilega hækka enn og ganga til vesturs. Haustið 1969 var unnt að horfa frá mælingavörðunni inn yfir jökulinn, en nú byrgir 15 m hátt jökulstál alla útsýn. Framskrið Austurtungunnar hefur farið yfir innstu mælingavörðuna. Þar er nú 25 metra 64 JÖKULL 23. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.