Jökull


Jökull - 01.12.1973, Side 70

Jökull - 01.12.1973, Side 70
Mynd 1. Sleða með borspili lyft upp á trukk frá Esso. Véltæki frá fyrirtækinu GG voru hjálpleg, sjálfur GG ómissandi fyrir leiðangur- inn. júní. Allrúmur vinnuskáli, sem fenginn hafði verið að láni hjá Landsvirkjun, hafði verið dreginn upp á jökulinn, og var hann notaður sem matskáli og setuskáli. Atti hann mestan þátt í að skapa hin afbragðsgóðu vinnuskilyrði þarna á jöklinum og tryggði það, að ávallt var hægt að beita fullum starfskröftum að verkefni því, sem þarna var unnið að, en auk borunar- innar þurfti nærri stöðugt að vinna að snjó- mokstri vegna þráláts skafrennings. Rúmlega fjögurra metra djúp og víð gryfja var grafin fyrir borbúnaðinn og yfir gryfjuna var tjaldað miklu plastþaki á trégrind. Fékkst þannig hin ákjósanlegasta vinnuaðstaða við bor- unina. Sem vænta mátti var við margvíslega erfið- leika að stríða við borunina, en jafnt og þétt dýpkaði holan og borinn skilaði fallegum kjörn- um. Lengd hvers kjarna var þó mun minni en gert hafði verið ráð fyrir. Bornum hafði verið ætlað að skila allt að tveggja metra löngum kjörnum, en meðallengd hvers kjarna var ekki nema um 50 cm. Ennfremur tók margfalt lengri tíma að skera hvern kjarna en áætlað hafði verið. Smám saman fékkst þó nokkur vísbend- ing um, hvað valdið gæti, að ekki var unnt að bora dýpra í hverri atrennu. Svo virtist sem skurðarhnífur borsins undirkældist við borun- ina og þá hlæði hann utan á sig ís, þannig að eftir nokkurn tíma næði eggin ekki lengur nið- ur í ísinn á botni holunnar. Þennan vanda tókst að leysa með því að senda í hverri at- JÖKULL 23. ÁR rennu dálítinn skammt af alkóhóli niður með bornum, en frostmarkslækkunin, sem alkóhólið gefur, tefur þá mjög fyrir því, að ís hlaðist á hnífinn. Eftir þetta gekk borunin mjög greið- lega um nokkurn tíma. En blika var þó á lofti. Rafkapallinn hafði frá upphafi reynzt mun veikari en lofað hafði verið af framleiðandan- um, og höfðu raftaugar í honum slitnað nokkr- um sinnum. Hafði þá verið skorið af kaplinum fyrir ofan skemmdina, en heili hlutinn tengd- ur við borinn að nýju. Kapallinn styttist þannig smám saman, en upphaflega var kapallinn 700 metra langur. Þegar borholan var orðin 298 metra djúp, stöðvaði slit í raftaug kapalsins borunina. Var þá strax reynt að fá kapal að láni frá banda- rískri rannsóknarstofu (Cold Regions Research and Engineering Laboratory), sem hefur haft forustu um jöklaboranir. Tókst að fá þar að láni rúmlega 400 metra langan kapal og eftir þriggja vikna töf hófst borun að nýju. Hinn 7. ágúst var holan orðin 415 metra djúp og aðeins 15 cm voru eftir af kaplinum á kefli spilsins. Enn hafði botni jökulsins þó ekki verið náð, en á grundvelli takmarkaðra gagna hafði þykkt jökulsins verið áætluð 400— 500 metrar. Hinn 12. ágúst voru síðustu 100 metrar ís- kjarnans fluttir í Sænska frystihúsið í Reykja- vík og allir, sem höfðu unnið við borunina, gátu nú andað léttar. Endanlega var borleið- Mynd 2. Borsleðinn látinn síga gætilega ofan í borgryfjuna undir öruggri stjórn Magnúsar Eyjólfssonar. Hinn ágæti skáli, sem Landsvirkj- un lagði leiðangrinum til, sést í baksýn. 68
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.