Jökull


Jökull - 01.12.1973, Page 71

Jökull - 01.12.1973, Page 71
angrinum þó ekki lokið fyrr en tveimur vikum síðar, þegar borbúnaðurinn og tveir snjóbílar voru sóttir á Bárðarbungu og fluttir í bæinn. Með þessu verkefni hefur sannazt enn einu SInni, að Jöklarannsóknafélag íslands, getur leyst stór og erfið verkefni. Félagið hefur á að skipa stórum og vel skipulögðum hóp manna, sem gjörþekkja sitt verk og leysa fljótt og vel hvern vanda, sem að steðjar. Öll var þessi vinna lögð fram án þess að nokkur greiðsla kæmi íyrir, en nálægt tveir þriðju hlutar allrar vinn- unnar í sambandi við þennan leiðangur voru lagðir fram af þessum sjálfboðaliðum. I september 1972 hófst hin vísindalega rann- sokn á ískjarnanum. Vil ég gera hér stutta grem fyrir, hvernig þessar rannsóknir standa í árslok 1973. Fyrsta skrefið var að koma upp sæmilegri vinnuaðstöðu við að saga kjarnann niður, gera nákvæma lýsingu af honum og til annarra at- hugana á sjálfum ísnum. Sérstök iskista var smíðuð á Raunvísindastofnun Háskólans og verk þetta síðan unnið þar af Helga Björns- syni. Unnið er samfellt að því að mæla tvívetnis- styrk íssins á vegum Braga Árnasonar, en mæl- ingar þessar eru mjög tímafrekar. Gert er ráð ynr að þessum mælingum ljúki að mestu á næsta ári. Þá verður hlutfall súrefnissamsæt- anna einnig mælt í allmörgum sýnunum, en þessar mælingar verða gerðar í Kaupmanna- öfn hjá prófessor Dansgárd. Mælingar á þrívetnisstyrk efstu 100 metra jarnans annast Páll Theódórsson og er gert táð fyrir að þeim ljúki á árinu 1974. Um 30 öskulög fundust í kjarnanum. Síðast- 1 in tvö ár hefur Sigurður Steinþórsson unnið „ Þv* aS mæla innihald ýmissa steinefna í os u frá allmörgum gosstöðvum hér á landi. .'ðurstöður mælinganna benda til að í flestum 1 vikum megi með efnagreiningu rekja upp- runa óþekktra öskulaga. Nú þegar þessar megin- ntðurstöður hafa verið fengnar, verður ráðizt í a efnagreina þau öskulög, sem fundust í kjarn- anum. Gert er ráð fyrir að þessum rannsóknum *iuki á árinu 1974. Styrkur ýmissa sporefna í ísnum getur veitt nokkurn fróðleik um vatnsrennsli í jöklinum , ' t>v' er nú unnið að mælingum á styrk no kurra slíkra efna. Mælingar sem þessar geta tl v'^ einnig veitt okkur mikilvæga vitneskju Mynd 3. Öskulög í ískjarnanum eru áhugavert rannsóknarverkefni fyrir jarðfræðinga, en alls fundust liðlega 30 öskulög þar. Á myndinni sést eitt hið þykkasta. um, hvernig loftmengunin hefur vaxið á síð- ustu áratugum og öldum í kjölfar vaxandi iðn- væðingar. Forsenda þessa mikla verks er sjálf borunin. Þrátt fyrir allmikla erfiðleika og að ekki tækist að ná botni jökulsins verður að teljast að árang- ur starfsins hafi orðið mjög góður. Að lokum tókst að sigrast á öllum tæknilegum erfiðleik- um við borunina nema veikleika kapalsins. Hinn bandaríski lánskapall var hins vegar al- gjörlega laus við þennan veikleika, enda var gerð stálkápunnar, sem gefur kaplinum styrk sinn, allfrábrugðin. Framleiðandi hins upphaf- lega kapals hefur fallizt á að framleiða, Raun- vísindastofnun Háskólans að kostnaðarlausu, nýjan kapal með sömu gerð stálkápu og er á hinum bandaríska kapli. Fyrir verkefni á komandi árum er því til reyndur bor og 700 metra langur, ný kapall væntanlegur, sem full ástæða er til að vænta að muni leysa verkefni sitt vel af hendi. Bor- búnaður þessi verður væntanlega notaður eftir 1—2 ár til að bora í gegnum íshellu Gríms- vatna og í gegnum ísþekjuna, þar sem vatnið rennur í hlaupum úr Grímsvötnum. Og loks verður að teljast líklegt að borað verði í gegn- um íshellu Bárðarbungu áður en þessi áratugur er allur. JÖKULL 23. ÁR 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.