Jökull


Jökull - 01.12.1974, Side 27

Jökull - 01.12.1974, Side 27
Á G R I P SKÝRING Á JÖKULHLA UPUM ÚR GRÍMSVÖTNUM Helgi Björnsson, Raunvísindastofnun Háskólans Lýst er söfnun vatns í Grímsvötn, uns það nær að þrengja sér út úr vötnunum í jökul- hlaupum. Söfnun vatns i Grímsvötn. Jarðhiti undir jökli hefur um aldir brætt ís við Grímsvötn, svo að yfirborði Vatnajökuls hallar niður að vötnunum. Undan þeim halla streymir ís og vatn frá um 300 km2 vatnasvæði til Grímsvatna (Mynd 1 og 2). Hugsum okkur, að vatnasvæði Grímsvatna sé lokað (eða aðrennsli og frárennsli grunnvatns sé jafnt). Þá ætti að safnast í Grímsvötn vatn, sem bráðnar við yfirborð og botn jökulsins (3. jafna). Hugsum okkur einnig, að jökullinn sé í jafnvægi; vaxi hvorki né minnki, sé í æstæðu ástandi. Þá ætti fsmagn, sem jarðhitasvæðið bræðir, að vera jafnt allri afkomu á jarðhita- svæðinu að viðbættum ís, sem streymir inn í jarðhitasvæðið (6. jafna). Einnig væri ákoma á vatnasvæðinu jöfn vatnsmagni, sem safnast í Grímsvötn (7. jafna). Mælingar benda til þess, að meðalákoma á vatnsvæði Grímsvatna sé c = 2200 mm/ár og leysing as = 500 mm/ár. Enn- fremur, að c = 3000 mm/ár, as = 1000 mm/ár á syðstu 100 km2 vatnsvæðisins, og c = 1800 mm/ár, ag = 300 mm/ár á nyrstu 200 km2 svæð- isins. Um 0.66 km3/ár af vatni ættu því að safnast til Grímsvatna. Sú niðurstaða er í góðu samræmi við mat á vatnsmagni jökulhlaupa á Skeiðarársandi. Þau gögn, sem nú eru til um Grímsvötn, mæla því ekki gegn því að lýsa megi vatnasvæði þeirra með líkani af lokuðu vatns- kerfi og jökli í jafnvægi (æstæðu ástandi), sjá Mynd 12. Samkvæmt því líkani bræðir jarðhita- svæðið 0.50 km3/ár af vatni. Um 0.20 km3/ár af þessu magni er afkoma á um 100 km2 jarð- hitasvæði. Um 0.30 km3/ár streyma sem ís frá um 200 km2 svæði inn í jarðhitasvæðið. Alls renna um 0.42 km3/ár af vatni undir yfirborði jökuls inn í Grímsvötn (flatarmál jteirra er um 30-40 km2). Orkuflæði jarðhitasvæðisins er um 1.5 • 1017 J/ár eða 5000 MW. Flatarmál jarðhitasvæðisins er um það bil jafnt og Torfajökulssvæðisins. Flæðisþéttleiki þess er hins vegar 45—50 W/m2; tvöfalt hærri en talið er að sé á Torfajökuls- svæðinu. Jökulhlaupin. Lítum á Grímsvötn stuttu eftir jökulhlaup. Farg jökulsins, sem umlykur vötnin, er þá meira en þrýstingur vatns við barma öskjunnar, sem myndar botn vatnanna. Vatn safnast því í Grímsvötn, vatnsborð þeirra rís, og íshellan á vötnunum lyftist (Mynd 3). Þrýstingur við botn vatnanna vex, jökullinn næst vötnunum lyftist, og vatn þrengir sér stöðugt lengra inn undir jökulinn. Hugsum okkur lfkan af jökulbreiðu (ice cap), Myncl 4. Undir miðjum jöklinum er stöðuvatn. Botn jökulsins lækkar frá vatninu niður að jöðrum jökulsins. I þessu líkani vex farg jökuls- ins, er dregur frá stöðuvatninu, en nær há- marki og minnkar síðan, er nálgast jaðarinn og jökullinn þynnist. Ef samfelld vatnssúla lægi frá vatnsborði stöðuvatnsins niður að botni jökulsins, mundi vatnsþrýstingur við botn jökuls- ins vaxa stöðugt á leið frá stöðuvatninu út til jökuljaðarins. I einhverri fjarlægð frá stöðu- vatninu yrði því vatnsþrýstingurinn hærri en farg jökulsins. Milli stöðuvatnsins og þess stað- ar er því haft. Þegar vatnsborð rís í stöðuvatn- inu grynnkar og þynnist haftið. Yfirborð Vatnajökuls norðan Grímsvatna liggur hærra en vatnsborð í Grímsvötnum. Vatn úr Grímsvötnum getur því ekki leitað norður úr Grímsvötnum. Sunnan Grímsvatna liggur jökullinn lægra en vatnsborð vatnanna. I þá átt streymir því vatn í jökulhlaupum. Eina svæðið, sem þekkja þarf botn á, er því nokkru austan og sunnan Grímsvatna. Á þessu svæði reyndist vera gott samræmi milli þyngdarmæl- inga og skjálftamælinga. Því var unnt að teikna kort af botni jökulsins á þessu svæði (Mynd 7). Þegar vatnsborð er lægst í Grímsvötnum, nær umrætt haft um 5 km leið suðaustur af vötn- unum (Mynd 13 og 14). Líkur eru leiddar að því, að þegar vatnsborð Grímsvatna hefur risið um 100 m, nær vatn að þrengja sér út um haft- ið. Haftið rofnar um 4—5 km austan Svíahnúks eystri. Þá kemst á vatnssamband við svæðið utan haftsins. Ef vatnssamband helst við þetta JÖKULL 24. ÁR 25

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.