Jökull


Jökull - 01.12.1974, Blaðsíða 74

Jökull - 01.12.1974, Blaðsíða 74
um kl. 11 árdegis féllu nokkrar skriður á Hval- fjarðarveginn innan við Skeiðhól, og var sú mesta skammt innan við hólinn. Tepptust tugir bíla beggja vegna við skriðuna í rúma þrjá klukkutíma, þar á meðal áætlunarbílar vestur og norður. 1963 (.Skriðufall úr Laugarvatnsfjalli. Heimild: Morg- unbl. 6. marz.) Laugardaginn 2. marz síðdegis féllu tvær skrið- ur úr Laugarvatnsfjalli, upp af byggðinni á svipuðum stað og á s.l. ári. Þessar skriður stöðv- uðust þó áður en þær komust niður í fjalls- rætur. (Hrun í Olafsvikurenni. Heimild: Morgunbl. 27. apríl.) Sunnudaginn 21. apríl varð grjóthrun t'ir Olafsvíkurenni inni á Klifi og lenti allstór steinn á jeppabíl, er þar var á ferð, braut vélar- hús hans og annað aurbrettið, en fór síðan urn 30 m niður á litis þar fyrir neðan. Við þetta snerist bíllinn við á veginum. Tveir menn, feðgar, voru i bílnum og sakaði þá ekki, en grjót féll bæði framan og aftan við bílinn. (Vegarspjöll á Austurlandi. Heimild: Morgun- bl. 14. maí.) Aðfaranótt 12. maí rigndi rnikið á Austur- landi og fóru vegir víða illa, en þeir voru blautir fyrir og jarðklaki í þeim, svo að vætan seig seint niður. Aurskriða féll þá á veginn skammt frá Eskifjarðarkauptúni. (Hrun úr Ólafsvíkurenni. Heimild: Morgunbl. 28. ágúst.) Tveir rnenri voru við sprengingar undir Olafs- víkurenni á mánudagskvöldið 21. ágúst um kl. 8. Kom þá grjóthrun úr Enninu og slasaðist annar maðurinn, svo að flytja varð hann í skyndi með flugvél á Landsspítalann í Reykja- vík. Talið var, að sprengingarnar hefðu valdið hruninu. 1964 (Skriðuföll í Ólafsfirði. Heimild: Tíminn 25. ágúst.) Eftir rniðjan sept. gerði Jrrálátar rigningar á 70 JÖKULL 24. ÁR Siglufirði og Ólafsfirði með snjókomu til fjalla. Föstudaginn 21. var hvítt af snjó ofan í sjó á Olafsfirði, en þann snjó tók að mestu upp laugardaginn 22., því að þá rigndi látlaust, og urðu þá miklir vatnavextir. Um kvöldið þ. 22. hlupu fram þrjár skriður í svokölluðu Kleifa- horni. Tvær Jreirra runnu saman, er niður kom, og færðu Kleifaveginn í kaf á 60—80 m kafla. Urn 200 m norðar hljóp stærsta skriðan fram úr djúpu gili og rauf stórt skarð í veginn. Var vegurinn af þessum sökum ófær um hríð. (Skriðuföll í Vatnsdal. Heimild: Morgunbl. 2.— 4. sept.) Mánudaginn 31. ágúst féll skriða úr Vatnsdals- fjalli milli Bjarnastaða og Másstaða. Þetta var urn kl. 9 síðdegis. Kom skriðan eftir lækjargili hátt úr fjallinu, en breiddi úr sér, er farveg- inn þraut, skammt ofan við veginn, og flæddi yfir hann á 40—50 m breiðum kafla, svo að hann varð gersamlega ófær. Síðan hélt nokkur hluti skriðunnar áfram alveg niður í Flóð. Mjög mikil rigning var þarna á mánudaginn fram um liádegi, en minni, er leið á daginn. Leysing var mikil í fjallinu, og olli hún vexti lækja og smáskriðulilaupum hér og þar. Leysingin hélt áfram næstu daga. Klukkan 7—8 á miðvikudagskvöldið 2. sept. hljóp mikill vöxtur með grjótburði í læk, sem rennur gegn- um túnið á Bjarnastöðum, en hann hafði ekki borið frarn grjót að neinu ráði síðan í júní 1925 (sbr. Skriðuföll og snjóflóð I, bls. 467). Einnig hljóp þetta sama kvöld mikið flóð í bæjarlæk á Hjallalandi, 3—4 km sunnar, og breytti það farvegi lækjarins til muna. Þessi hlaup í lækjunum hljóta að orsakast af vatni, er safnast fyrir inni á fjallinu. Loks gerðist það svo um kl. 1 á fimmtudags- nóttina 3. sept., að skriða hljóp úr Vatnsdals- fjalli rétt norðan við Hjallaland, en olli ekki tjóni. Tvær smáskriður höfðu orðið þar nokkru áður. Um líkt leyti og þessi síðasta skriða hljóp, kom nýtt hlaup í lækinn á Bjarnastöðum, en olli ekki tjóni. Vöxtur lækjarins hélzt næstu daga. (Skriður i Valþjófsdal. Heimild: Veðráttan okt.) MiSvikudaginn 21. okt. runnu sex skriður á veginn í Valþjófsdal í Onundarfirði. Miklar rigningar voru vestanlands um þetta leyti. Varð úrkoman 70 mm í Kvígindisdal eina nóttina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.