Jökull


Jökull - 01.12.1974, Page 74

Jökull - 01.12.1974, Page 74
um kl. 11 árdegis féllu nokkrar skriður á Hval- fjarðarveginn innan við Skeiðhól, og var sú mesta skammt innan við hólinn. Tepptust tugir bíla beggja vegna við skriðuna í rúma þrjá klukkutíma, þar á meðal áætlunarbílar vestur og norður. 1963 (.Skriðufall úr Laugarvatnsfjalli. Heimild: Morg- unbl. 6. marz.) Laugardaginn 2. marz síðdegis féllu tvær skrið- ur úr Laugarvatnsfjalli, upp af byggðinni á svipuðum stað og á s.l. ári. Þessar skriður stöðv- uðust þó áður en þær komust niður í fjalls- rætur. (Hrun í Olafsvikurenni. Heimild: Morgunbl. 27. apríl.) Sunnudaginn 21. apríl varð grjóthrun t'ir Olafsvíkurenni inni á Klifi og lenti allstór steinn á jeppabíl, er þar var á ferð, braut vélar- hús hans og annað aurbrettið, en fór síðan urn 30 m niður á litis þar fyrir neðan. Við þetta snerist bíllinn við á veginum. Tveir menn, feðgar, voru i bílnum og sakaði þá ekki, en grjót féll bæði framan og aftan við bílinn. (Vegarspjöll á Austurlandi. Heimild: Morgun- bl. 14. maí.) Aðfaranótt 12. maí rigndi rnikið á Austur- landi og fóru vegir víða illa, en þeir voru blautir fyrir og jarðklaki í þeim, svo að vætan seig seint niður. Aurskriða féll þá á veginn skammt frá Eskifjarðarkauptúni. (Hrun úr Ólafsvíkurenni. Heimild: Morgunbl. 28. ágúst.) Tveir rnenri voru við sprengingar undir Olafs- víkurenni á mánudagskvöldið 21. ágúst um kl. 8. Kom þá grjóthrun úr Enninu og slasaðist annar maðurinn, svo að flytja varð hann í skyndi með flugvél á Landsspítalann í Reykja- vík. Talið var, að sprengingarnar hefðu valdið hruninu. 1964 (Skriðuföll í Ólafsfirði. Heimild: Tíminn 25. ágúst.) Eftir rniðjan sept. gerði Jrrálátar rigningar á 70 JÖKULL 24. ÁR Siglufirði og Ólafsfirði með snjókomu til fjalla. Föstudaginn 21. var hvítt af snjó ofan í sjó á Olafsfirði, en þann snjó tók að mestu upp laugardaginn 22., því að þá rigndi látlaust, og urðu þá miklir vatnavextir. Um kvöldið þ. 22. hlupu fram þrjár skriður í svokölluðu Kleifa- horni. Tvær Jreirra runnu saman, er niður kom, og færðu Kleifaveginn í kaf á 60—80 m kafla. Urn 200 m norðar hljóp stærsta skriðan fram úr djúpu gili og rauf stórt skarð í veginn. Var vegurinn af þessum sökum ófær um hríð. (Skriðuföll í Vatnsdal. Heimild: Morgunbl. 2.— 4. sept.) Mánudaginn 31. ágúst féll skriða úr Vatnsdals- fjalli milli Bjarnastaða og Másstaða. Þetta var urn kl. 9 síðdegis. Kom skriðan eftir lækjargili hátt úr fjallinu, en breiddi úr sér, er farveg- inn þraut, skammt ofan við veginn, og flæddi yfir hann á 40—50 m breiðum kafla, svo að hann varð gersamlega ófær. Síðan hélt nokkur hluti skriðunnar áfram alveg niður í Flóð. Mjög mikil rigning var þarna á mánudaginn fram um liádegi, en minni, er leið á daginn. Leysing var mikil í fjallinu, og olli hún vexti lækja og smáskriðulilaupum hér og þar. Leysingin hélt áfram næstu daga. Klukkan 7—8 á miðvikudagskvöldið 2. sept. hljóp mikill vöxtur með grjótburði í læk, sem rennur gegn- um túnið á Bjarnastöðum, en hann hafði ekki borið frarn grjót að neinu ráði síðan í júní 1925 (sbr. Skriðuföll og snjóflóð I, bls. 467). Einnig hljóp þetta sama kvöld mikið flóð í bæjarlæk á Hjallalandi, 3—4 km sunnar, og breytti það farvegi lækjarins til muna. Þessi hlaup í lækjunum hljóta að orsakast af vatni, er safnast fyrir inni á fjallinu. Loks gerðist það svo um kl. 1 á fimmtudags- nóttina 3. sept., að skriða hljóp úr Vatnsdals- fjalli rétt norðan við Hjallaland, en olli ekki tjóni. Tvær smáskriður höfðu orðið þar nokkru áður. Um líkt leyti og þessi síðasta skriða hljóp, kom nýtt hlaup í lækinn á Bjarnastöðum, en olli ekki tjóni. Vöxtur lækjarins hélzt næstu daga. (Skriður i Valþjófsdal. Heimild: Veðráttan okt.) MiSvikudaginn 21. okt. runnu sex skriður á veginn í Valþjófsdal í Onundarfirði. Miklar rigningar voru vestanlands um þetta leyti. Varð úrkoman 70 mm í Kvígindisdal eina nóttina.

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.