Jökull


Jökull - 01.12.1974, Page 63

Jökull - 01.12.1974, Page 63
Matuyama-segultímabilsins fyrir um 2,4 milljón- um ára, eftir að dyngjuhraun og móberg höfðu lagst yfir eldfjallið að miklu leyti. I þessari hrinu runnu bæði andesít- og líparíthraun og auk þess lítilfjörlegt ignímbrítlag, sem sést best í Giljatungum vestan við Reyðarfell. Þar eru reyndar upptökin og situr líparítið í Reyðar- felli sem bergstandur í gosrásinni. Annarri og þriðju goshrinunni fylgdi mikið innskotsberg og markar útbreiðsla þess miðsvæði eldstöðvar- innar. I fyrra tilfellinu var um að ræða fremur óreglulega basaltganga, sem auðvelt er að skoða í Selgili eða Bæjargili ofan við Húsafell, en í því síðara einkum líparítganga og -bergstanda, sem mest ber á vestast í Húsafellsfjallinu, og sjást t. d. við Hraunfossa og í Deildargili. Sam- fara innskotunum er mikil ummyndun, sem sýnir, að háhitasvæði hefur verið virkt í eldstöð- inni um það leyti sem líparítgoshrinurnar gengu yfir. Fyrsta jökulbergsins verður vart neðst í berg- lögum frá Mammút-segulskeiði, sem byrjaði fyrir 3,1 og lauk fyrir 3,0 milljónum ára. Fram af þessu jökulbergi fellur Giljafoss í Reykjadalsá. Ofar í staflanum finnast alls 7 jökulbergslög, sem koma með nokkurn veginn jöfnu millibili, það efsta um það bil er gosvirkni í eldstöðinni lauk. Lætur nærri að jökulskeið hafi komið einu sinni á hverjum 100,000 árum frá því ísöld hófst fyrir 3,1 milljón ára. Fimm af þessum jökulbergslögum eru tengd móbergs- myndunum, sem sumar eru æði fyrirferðarmikl- ar, t. d. móbergið neðst í Bæjargili, Selgili og vestast í Tungu (alls staðar grænt af ummynd- un), en það er allt frá sama tíma. Sama máli gegnir um móbergið í Hrossatungum, sem er nokkru yngra. Upplileðsluhraði jarðlagasyrp- unnar allt Gauss-segultímabilið, sem spannar 890.000 ár, hefur verið að meðaltali rétt rúmir 100 m á hverjum 100.000 árum, sem svarar til að eitt hraun, 8 m þykkt, hafi runnið á 7500 ára fresti. Þar sem mörg jökulbergslaganna sýna tengsl við einungis óverulegar og stundum eng- ar móbergsmyndanir, þ. e. samtíma gos í jökli, er líklegt, að þau hafi varað fremur stutt, varla lengur en 10.000 ár eða svo. Mislægt á jarðlög- um Húsafells-eldstöðvarinnar hvílir 200—300 m þykk syrpa af móbergi og hraunum, sem reynd- ist samkvæmt aldursgreiningunum vera frá Gils- ár-segulskeiði (1,79—1,01 milljón ára). Dalarofið virðist samkvæmt því hafa gerst á síðustu ár- milljóninni. Breskir unglingaleiðangrar kanna jökla á Tröllaskaga Um allmörg undanfarin ár hefur breskur fé- lagsskapur, Young Explorers Trust, skipulagt leiðangra unglinga með útivistar- og könnunar- áhuga til norðlægra landsvæða, svo sem Sval- barða, Norður-Noregs, Grænlands og Islands. Hérlendis hafa verkefni þessara leiðangra aðal- lega verið mælingar á jöklum og nærsvæðum þeirra. Yfirumsjón með leiðöngrunum hingað hefur E. A. (“Tony”) Escritt. Hann hefur stjórnað mælingum unglingaleiðangra (Brathay Explora- tion Group) á jöklum í Austur-Skaftafellssýslu og birt grein um Falljökul og kort af þeim jökli í 22. árg. Jökuls. Árið 1972 var ákveðið, að frumkvæði hans og 1 samráði við Islenska framá- menn í jöklarannsóknum, að beina breskum unglingaleiðöngrum, uni nokkur næstu ár a. m. k., á svæðið milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Á þessu hálendasta blágrýtissvæði landsins, sem Helgi Pjeturss nefndi Tröllaskaga, er fjöldi skálarjökla og lítilla daljökla. Hafa margir þeirra aldrei verið kannaðir og aðeins einn þeirra, Gljúfurárjökull, hefur verið ítarlega rannsakaður. Þótti því ástæða til að beina ungl- ingaleiðöngrunum þangað. Enda Jrótt Jretta séu fyrst og fremst æfingaleiðangrar til að venja unglingana við útivist og ekki megi vænta mikils af rannsóknum Jteirra, geta þeir þó gert ýmsar þær athuganir og mælingar, sem að gagni mega koma í framkvæmd Jress verkefnis, sem hér er nú orðið mjög aðkallandi, að setja saman jöklaatlas í stíl við Jrá, sem gerðir hafa verið í Skandinavíu og víðar. S.Þ. JÖKULL 24. ÁR 59

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.