Jökull


Jökull - 01.12.1974, Side 41

Jökull - 01.12.1974, Side 41
Mismunur á vatnsbúskap Grímsvatnasvæðisins og vatnsmagns í hlaupum er skýrður sem leki úr vötnunum milli hlaupa. Aurburður er áætlaður út frá upphrærðu magni í sýnum og magni aurs í ísmolum úr jöklinum, sem berast með hlaupvatninu. Niður- staðan er eftirfarandi: Millj. Ivornastærð tonna mm leir 0,5 <0.002 méla 5,0 0.002-0.02 mór 14,0 0.02-0.2 sandur 8,0 0.2-2 möl 2,0 <2 Samtals 29,5 Yfir flóðfarveginn lagðist lag af svörtum sandi og mó (Mynd 7), venjulega um 10 cm þykkt. Auk þess er áætlað, að 45 milljónir rúmmetra af efni hafi verið í botnskriði, sem að meðaltali hefur færst til um 3 km niður eftir. Megnið af aurburðinum hefur sest á sandinn eða um 20 milljónir tonna. Þessi aurburður hefur hækkað flóðfarveginn um 4 cm. Aurburður, sem kemst til sjávar, sest á strandhallann og myndar þar 4 cm þykkt lag og færir ströndina út um 2 m. Sú kenning, sem hér á landi hefur verið talin gilda sem skýring á jökulhlaupum, er flotkenn- ingin, þ. e. að jökulhlaup verði þegar vatnsdýpi í jökulstífluðu lóni nær 9/10 af þykkt jökul- stíflu. Aðrar kenningar eru raktar, svo sem kenning Liestöls um, að jökulhlaup séu best skýrð sem bráðnun á göngum í ísinn vegna varmainnhalds vatnsins og varmamyndunar við núningsviðnám vatnsins í göngum. Þessi kenn- ing skýrir ágætlega gang jökulhlaupa en ekki hvernig þau byrja. Glen hefur borið fram kenn- ingu um að holur í jökli leitist við að stækka, þegar vatnsdýpi er orðið 150—200 m. Stafar það af því að þrýstingur í vatninu er orðinn mun meiri en lóðréttur þrýstingur í ísnum vegna rnunar á eðlisjryngd íss og vatns. Flestir, sem nú skrifa um þessi mál, hallast að því, að jökul- hlaup verði þegar mikill halli á grunnvatni í jöklinum bræðir göng frá farveganeti undir skriðjöklinum upp í jökulstífluðu vötnin en úr Jíeim lekur stöðugt í gegnum jökulinn. Athug- anir frá Summit Lake í Bresku Columbíu benda til þessarar skýringar. Grímsvatnahlaup tel ég vera samsett af ýms- um þáttum. Þar er nógu cljúpt til þess að fyrsta opnun milli vatns og farvega geti orðið eins og Glen hefur útskýrt. Einnig kemur til bræðsla vegna varmainnihalds jarðhitavatnsins og halla grunnvatns í jöklinum. Eftir að hlaupið er byrj- að hegðar það sér í fullu samræmi við kenningu Liestöls. Hækkun Skeiðarárjökuls fyrir hlaup er útskýrð sem framgangsbylgja í jöklinum og þurrðir, sem stundum verða í Skeiðará fyrir hlaup, sem afskurður farvega undir jöklinum við framgang hans annaðhvort við ójöfnur á botninum eða við skriðfleti í jöklinum. JÖKULL 24. ÁR 39

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.