Jökull


Jökull - 01.12.1974, Blaðsíða 77

Jökull - 01.12.1974, Blaðsíða 77
Hjá Móum á Kjalarnesi féll niður brú á ræsi og lijá Mógilsá rauf framburður úr Mógili jarð- símann. Þá hlupu miklar skriður i nágrenni Tind- staða á Kjalarnesi. Tvær skriður tóku sig upp i Dýjadalshnúk í 720 m hæð. Þær féllu niður í Þverá, sem rennur þarna frá austri til vest- urs miðhlíðis, stífluðu hana um stund, þar til vatnsþunginn sprengdi stífluna og leirmettuð vatnsaldan um 15 m há ruddist vestur 50 m breiðan farveginn, beygði síðan í norður og flæmdist yfir mela og móa niður í Kiðafellsá og svo eftir farvegi hennar til sjávar. A þessari leið sinni gróf hlaupið á kafla nýtt gljúfur, 5—6 m djúpt og um 3 m breitt, alveg niður í blátt berg. I skriðu þessari fórst eitthvað af fé. Þann 26. júlí var búið að finna 9 kindur dauðar eða limlestar, en vafalaust hafa fleiri farizt. Um kl. 4 þennan sama dag féllu tvær skrið- ur úr fjallshlíðinni upp af Ytri-Tindstöðum, sín hvoru megin við bæinn í 20—30 m fjarlægð. Þetta var rétt áður en skriðurnar hlupu í Þver- ána, sem fyrr er getið. Vestari skriðan tók af veginn heim að bænum á löngum kafla, enn- fremur rétt og girðingaraðhald við hana. Skrið- ur þessar fóru líka yfir hluta af túninu. Innar í dalnum er bærinn Miðdalur, sem telst til Kjósar. Þar hlupu tvær skriður á túnið og ollu nokkrum spjöllum. I skriðuföllum þess- um fór mikið land undir aur og grjót. Þá hlupu skriður á Dragaveg og að Kambs- hóli í Svínadal í Strandarhreppi. Kom sú síðar- nefnda úr fjallinu upp af bænum og rann rétt meðfram honum. Bar hún um fets þykkt lag af aur og grjóti á mikið af túni. Fólkið flýði að Eyri, sem er næsti bær utan við Kambshól. Veðráttan segir ennfremur, að skriður hafi fallið úr Akrafjalli og hafi ein stíflað Berja- dalsá, að miklar skemmdir liafi orðið á vatns- veitu Borgarness undir Hafnarfjalli og að skrið- ur hafi fallið á Vestfjarðaleið og í Norðurárdal nyrðri, en vafamál er þó, að þar hafi skriðu- föll verið að verki. Loks féll skriða á sumarbústaðaland við Helgafell í Mosfellssveit og urðu þar spjöll á garði og girðingum. (Skriður á Siglufjarðarskarði. Heimild: Morg- unblaðið.) I aftaka úrfelli og hrakviðri er gerði norðan- og austanlands laugardaginn 23. júlí, snjóaði víða til fjalla. Þá lokaðist Sigluf jarðarskarð af snjó og aurskriðum, sem féllu á veginn. (Skriða á Hellisheiði. Heimild: Tíminn 25. ágúst.) Miðvikudaginn 24. ágúst féll skriða á veginn sunnan við Skíðaskálann á Hellisheiði, skammt frá vatnsbóli tkálans. Hægt var að klöngrast yfir skriðuna á stórum bifreiðum. 1967 (Berghlaup úr Innstahaus við Steinholtsjökul. (Heimildir: Náttúrufr. 1967, 120—169, Jökull s. á„ 249-262 o. fl.) Þann 15. jan. hljóp skyndilega vöxtur mikill í Markarfljót, en varaði skamma liríð. Þessu olli berghlaup mikið, er orðið hafði úr fjallinu Innstahaus við Steinholtsjökul. Hafði mikil skák klofnað úr fjallinu, sem er úr móbergi. Hlaupið hafði að nokkru sprengt upp jökul- sporðinn og fyllt lón, sem þarna var, svo að vatnið hafði tæmzt úr því. Lá slóðin af stórum ís og bergstykkjum með farveginum alveg niður á Krossáraura. Guðmundur Kjartansson áætlar, að þarna hafi hlaupið fram um 15 millj. m3 af bergi. Um nánari fræðslu af hlaupi þessu vísast til framangreindra heimilda. Eitthvert tjón á varnargörðum varð af vexti Markarfljóts, en þó ekki verulegt, vegna þess hve fljótt hann þvarr. (Skriðuföll i norðanverðri Strandasýslu. Heirn- ild: Vísir 10. júlí.) Laugardaginn 8. og aðfaranótt sunnudagsins 9. júlí var stórrigning í norðanverðri Strandar- sýslu. Rigndi um 71 mm. Féllu þá skriður á tveimur stöðum í Árneshreppi, nyrzta hreppi sýslunnar. Við Veiðileysiskleif og Kúvíkurkleif. Lokaðist vegurinn á báðurn stöðum, en þá var rétt búið að hreinsa hann vegna nýafstaðinna skriðufalla. Smáskemmdir urðu á vegurn annars staðar í sýslunni. 1968 ('Ólafsvíkurenni og Búlandshöfði. Heimild: Morgunbl. 28.-29. febr. JÖKULL 24. ÁR 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.