Jökull


Jökull - 01.12.1974, Blaðsíða 72

Jökull - 01.12.1974, Blaðsíða 72
Stórrigning af suðri var allan mánudaginn 13. nóv. á Patreksfirði og þar nærlendis. Fyrst hafði snjóað í fjöll, en svo gerði hlýindi með miklu regni. Milli kl. 3—4 síðdegis féllu skriður á þrjú býli á Rauðasandi og ollu tjóni. A Stökk- um féllu skriður beggja vegna við íbúðar- og fénaðarhús jarðarinnar, eyðilögðu tún og spilltu vatnsbóli. A Gröf, næstu jörð við Bakka, féllu þrjár skriður á túnið og tóku al' vatnsból, og Kirkjuhvammur, næsti bær við Saurbæ, varð líka fyrir verulegu tjóni. Þar hlupu þrjár skrið- ur, tvær utanhúss, en ein á húsið. Stöðvaðist hún við peningshús jarðarinnar og lilóðst þar upp. Vegaskemmdir af skriðuföllum urðu víða, svo sem í Skálpadalshlíð, innarlega í Patreksfirði, og i Bjarnkötludal, en þar liggur leiðin til Rauðasands. Jeppi á leið frá Patreksfirði til Rauðasands tepptist á miili skriðufalla. Þá varð grjóthrun mikið úr Hafnarmúla inn- an við Örlygshöfn. Skriður féllu á Kleifarheiði og miklar vegaskemmdir, mest af vatni, urðu fyrir neðan Miðhlíð á Barðaströnd. Hjá Arn- órsstöðum á Barðaströnd féllu þrjár skriður á veginn og stórskemmdu hann, en annars urðu meiri og minni skriðuföll á Barðaströnd allt inn fyrir Arnórsstaði. Einhverjar skriður hlupu líka á veginn til Tálknafjarðar. Sagt er, að á Lambavatni á Rauðasandi hafi úrkoman á tímabilinu kl. 8—19 þ. 13. numið 102 mm. I þessu sama úrfelli hlupu skriður á Bolung- arvíkurveg og eitthvað á Snæfellsnesi, t. d. á Fróðárheiði og ef til vill víðar. 1962 (Skriðuföll í BúlandshöfÖa. Heimild: Morgun- bl. 30. jan.) Aðfaranótt 28. jan. var mikil rigning víðs vegar um land og urðu nokkrar skemmdir á vegum af þeim sökum. Skriður féllu á nýja veg- inn í Búlandshöfða á Snæfellsnesi, en skemmdir af vatnsgangi urðu undir Eyjafjöllum, í Fljóts- hverfi og víðar. (Skriðuhlaup á Sauðárkróki. Heimild: Tíminn 23. febr.) Laugardaginn 17. febr. hlóð niður snjó í logni á Sauðárkróki, en urn kvöldið, gerði sunn- an hlýviðri með regni og storrni. Varð þá ör 68 JÖKULL 24. ÁR leysing á skömmum tíma. Aðfaranótt 18. febr. féll skriða á húsið Helgafell, er stóð yzt í bæn- um, uppi við Nafir. Skriðan lenti aðallega á skúr við húsið og braut hann eitthvað, en vatn rann inn í húsið. Vatn rann líka inn í anddyri samkomuhúss- ins, og varð fólk, sem þar var á samkomu, að bjargast út um bakdyr. (Skriðuföll á Snœfellsnesi og %indir Eyjafjöll- um. Heimild: Morgunbl. 14. og 17. apríl.) Aðfaranótt föstudagsins 13. apríl gerði af- spyrnurok á vestanverðu Snæfellsnesi með stór- rigningu. Urðu þá víða rafmagnstruflanir og umferðarerfiðleikar. Þá féllu þrjár skriður á Bú- landshöfðaveginn, svo að hann varð ófær. Stórviðri og úrfelli ollu um þetta leyti víða skemmdum einkum suðvestanlands. Þannig hljóp síðdegis föstudaginn 13. apríl skriða á býlið Hvoltungu, sem var eitt af fimm Steina- bæjunum undir Eyjafjöllum, og þakti hún stór- an hluta túnsins aur og grjóti. Skriðan kom úr hinum kunna Steinalæk (sbr. Skriðuföll og snjó- flóð I, 469—472) og fyllti fyrst lækjarfarveginn, sem var á aðra mannhæð á dýpt, fór síðan nið- ur á milli íbúðarhúss og fjóss í Hvoltungu, en milli þessara húsa voru um 60 m. Síðan hélt skriðan áfram alveg niður á veg. Víðar voru leysingar miklar og vatnagangur um þetta leyti Þannig hljóp aðfaranótt laugar- dagsins 14. apríl vatn í fjárhús á Egilsstöðum í Vopnafirði og fórust um 110 kindur. (Skriða í Hvalfirði. Heimild: Tíminn 17. apríl.) Sunnudaginn 15. apríl féllu skriður á veginn í Hvalfirði úr Múlafjalli, en þó ekki svo mikl- ar, að vegurinn tepptist neitt teljandi og var hann lireinsaður þegar samdægurs. (Skriða úr Laugardalsfjalli. Heimild: Morgun- bl. 29. og 30. maí, Tíminn 29. maí, Suðurland 9. júní.) Laugardaginn 26. maí var logn, blindþoka og ýringsregn framan af degi, en úrkoman færðist í aukan, er á daginn leið. Þokunni létti, er leið á kvöldið, svo sást upp eftir hlíðum fjallsins. Mjög þéttar og staðbundnar skúrir eru algeng- ar í Laugardal, og liefur líklega gert eina slíka þarna uppi í fjallinu um kvöldið. En klukkan 9:25 um kvöldið kváðu við drunur miklar frá fjallinu líkast því, sem þota flygi lágt yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.