Jökull


Jökull - 01.12.1974, Blaðsíða 79

Jökull - 01.12.1974, Blaðsíða 79
þetta kvöld á ræktunarlönd hjá býlinu Seldal innst í sveitinni. Skemmdir af vatnavöxtum voru gífurlegar í þessum úrfellum, og er oft erfitt að greina á milli vatnsskemmda og skriðufalla, því að auð- vitað var framburður allra vatnsfalla gífurleg- ur. Þannig hálflokaði framburður Gilsár vatns- úrtaki stöðvarinnar við Grírnsá. Nokkrar skriður féllu á Borgarfjarðarveg í Njarðvíkurskriðum. (Grjóthraun í Ólafsvikurenni. Heimild: Morg- unbl. 29. nóv.) Fimmtudaginn 28. nóv. varð talsvert grjót- hrun í Ólafsvíkurenni. Aætlunarbíll, er þar var á ferð, fékk á sig grjótkast og brotnaði fram- rúðan. Bílstjórinn var einn í bílnum og sakaði ekki. 1969 (Skriðuföll i Ólafsvíkurenni og Búlandshöfða. Heimild: Morgunbl. 1. rnarz.) Miklir vatnavextir og vegaskemmdir urðu á Suður- og Suðvesturlandi urn mánaðamótin fe- brúar og marz. Þá féllu skriður aðfaranótt 28. febr. bæði í Ólafsvíkurenni og Búlandshöfða og tepptist urnferð á vegum. [Skriðufall á Þingeyri. Heimild: Morgunbl. 14. marz.) Mikið óveður með úrfelli og roki gerði um sunnanverða Vestfirði að kvöldi 12. marz. Að morgni þriðjudagsins 13. marz urðu gífurlegir vatnavextir á Þingeyri við Dýrafjörð og flæddi inn í marga kjallara. Aurskriða hljóp þar á eitt einlyft hús og bar hnullungssteina alveg upp á þak þess. Svo vel vildi til, að gluggi á svefnherbergi, er vissi að skriðunni, og þar sem börn sváfu, brotnaði ekki. (Skriða i Ólafsvíkurenni. Heimild: Morgunbl. 20. apríl.) Föstudaginn 18. apríl lokaði aurskriða veg- inum fyrir Ólafsvíkurenni. (Skriðuföll i Iiambanesskriðum. Heimildir: Veðráttan og Morgunbl.) Þann 27.-28. júlí urðu gífurlegar vegar- skemmdir á Austurlandi vegna stórrigninga. I Skriðdal varð vegurinn ófær og á milli Breið- dalsvíkur og Stöðvarfjarðar féllu skriður á veg- inn. Skemmdirnar munu þó hafa orðið minni en búizt var við í fyrstu. (Skriður austanlands. Heimildir: Morgunbl. 12. ágúst og Tíminn 12. ágúst.) Miklar úrkomur voru á Suðausturlandi fyrri hluta ágúst og fóru vegir víða mjög illa. Líka féllu skriður. Laugardaginn 9. ágúst lokaðist vegurinn milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarð- ar vegna skriðufalla og um líkt leyti eða litlu síðar varð vegurinn á Streitishvarfi og hjá Núpi við Berufjörð ófær. Á síðast nefndum stað sóp- aðist 30—40 m kafli af veginum burtu, en hvort skriðuföll voru þar að verki, liggur ekki ljóst fyrir, en víða urðu líka erfiðleikar vegna aur- bleytu og úrrennslis. (Skriðuföll á Vestfjörðum. (Heimild: Morgun- bl. 9. sept., Tíminn 9. sept.) Mánudaginn 8. sept. gerði snjóhríð á Vest- fjörðum og hlóð niður snjó í fjöll, en áður hafði verið þar úrhellisregn. Hlupu þá víða skriður á vegi, líklega aðallega aðfaranótt 8. sept., og eru þessir staðir einkum tilnefndir: I Axarfirði, Dýrafirði, Önundarfirði, Súganda- firði og milli ísafjarðar og Bolungarvíkur. 1970 (Skriðuföll i Búlandshöfða og Ólafsvíkurenni. Heimild: Morgunbl. 18. jan.) Aðfaranótt laugardagsins 17. jan. gerði suð- austan hvassviðri með hlýindum og talsverðri rigningu sunnan- og suðvestanlands. Talið er, að skriður liafi þá fallið bæði í Búlandshöfða og Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi. (Skriður í Kambanesskriðum. Heimild: Morg- unbl.) Aðfaranótt sunnudagsins I. febr. gerði norð- austanhríð um norðan- og austanvert landið. Lokuðust þá leiðir víða, einkum fjallvegir af snjóþunga. Sagt er, að Kambanesskriður milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar hafi lokazt vegna skriðufalla, líklega á sunnudaginn 1. febr. eða á mánudag. Þetta gætu hafa verið snjóflóð, sem stundum eru nefnd skriður, en þó oftast snjóskriður.) JÖKULL 24. ÁR 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.