Jökull


Jökull - 01.12.1974, Side 79

Jökull - 01.12.1974, Side 79
þetta kvöld á ræktunarlönd hjá býlinu Seldal innst í sveitinni. Skemmdir af vatnavöxtum voru gífurlegar í þessum úrfellum, og er oft erfitt að greina á milli vatnsskemmda og skriðufalla, því að auð- vitað var framburður allra vatnsfalla gífurleg- ur. Þannig hálflokaði framburður Gilsár vatns- úrtaki stöðvarinnar við Grírnsá. Nokkrar skriður féllu á Borgarfjarðarveg í Njarðvíkurskriðum. (Grjóthraun í Ólafsvikurenni. Heimild: Morg- unbl. 29. nóv.) Fimmtudaginn 28. nóv. varð talsvert grjót- hrun í Ólafsvíkurenni. Aætlunarbíll, er þar var á ferð, fékk á sig grjótkast og brotnaði fram- rúðan. Bílstjórinn var einn í bílnum og sakaði ekki. 1969 (Skriðuföll i Ólafsvíkurenni og Búlandshöfða. Heimild: Morgunbl. 1. rnarz.) Miklir vatnavextir og vegaskemmdir urðu á Suður- og Suðvesturlandi urn mánaðamótin fe- brúar og marz. Þá féllu skriður aðfaranótt 28. febr. bæði í Ólafsvíkurenni og Búlandshöfða og tepptist urnferð á vegum. [Skriðufall á Þingeyri. Heimild: Morgunbl. 14. marz.) Mikið óveður með úrfelli og roki gerði um sunnanverða Vestfirði að kvöldi 12. marz. Að morgni þriðjudagsins 13. marz urðu gífurlegir vatnavextir á Þingeyri við Dýrafjörð og flæddi inn í marga kjallara. Aurskriða hljóp þar á eitt einlyft hús og bar hnullungssteina alveg upp á þak þess. Svo vel vildi til, að gluggi á svefnherbergi, er vissi að skriðunni, og þar sem börn sváfu, brotnaði ekki. (Skriða i Ólafsvíkurenni. Heimild: Morgunbl. 20. apríl.) Föstudaginn 18. apríl lokaði aurskriða veg- inum fyrir Ólafsvíkurenni. (Skriðuföll i Iiambanesskriðum. Heimildir: Veðráttan og Morgunbl.) Þann 27.-28. júlí urðu gífurlegar vegar- skemmdir á Austurlandi vegna stórrigninga. I Skriðdal varð vegurinn ófær og á milli Breið- dalsvíkur og Stöðvarfjarðar féllu skriður á veg- inn. Skemmdirnar munu þó hafa orðið minni en búizt var við í fyrstu. (Skriður austanlands. Heimildir: Morgunbl. 12. ágúst og Tíminn 12. ágúst.) Miklar úrkomur voru á Suðausturlandi fyrri hluta ágúst og fóru vegir víða mjög illa. Líka féllu skriður. Laugardaginn 9. ágúst lokaðist vegurinn milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarð- ar vegna skriðufalla og um líkt leyti eða litlu síðar varð vegurinn á Streitishvarfi og hjá Núpi við Berufjörð ófær. Á síðast nefndum stað sóp- aðist 30—40 m kafli af veginum burtu, en hvort skriðuföll voru þar að verki, liggur ekki ljóst fyrir, en víða urðu líka erfiðleikar vegna aur- bleytu og úrrennslis. (Skriðuföll á Vestfjörðum. (Heimild: Morgun- bl. 9. sept., Tíminn 9. sept.) Mánudaginn 8. sept. gerði snjóhríð á Vest- fjörðum og hlóð niður snjó í fjöll, en áður hafði verið þar úrhellisregn. Hlupu þá víða skriður á vegi, líklega aðallega aðfaranótt 8. sept., og eru þessir staðir einkum tilnefndir: I Axarfirði, Dýrafirði, Önundarfirði, Súganda- firði og milli ísafjarðar og Bolungarvíkur. 1970 (Skriðuföll i Búlandshöfða og Ólafsvíkurenni. Heimild: Morgunbl. 18. jan.) Aðfaranótt laugardagsins 17. jan. gerði suð- austan hvassviðri með hlýindum og talsverðri rigningu sunnan- og suðvestanlands. Talið er, að skriður liafi þá fallið bæði í Búlandshöfða og Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi. (Skriður í Kambanesskriðum. Heimild: Morg- unbl.) Aðfaranótt sunnudagsins I. febr. gerði norð- austanhríð um norðan- og austanvert landið. Lokuðust þá leiðir víða, einkum fjallvegir af snjóþunga. Sagt er, að Kambanesskriður milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar hafi lokazt vegna skriðufalla, líklega á sunnudaginn 1. febr. eða á mánudag. Þetta gætu hafa verið snjóflóð, sem stundum eru nefnd skriður, en þó oftast snjóskriður.) JÖKULL 24. ÁR 75

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.