Jökull


Jökull - 01.12.1974, Side 75

Jökull - 01.12.1974, Side 75
1965 (.Hrun nndir Eyjafjöllum. Heimild: Morgunbl. 23. febr.) Um kl. 10 árdegis mánudaginn 22. febr. klofnaði l)jarg úr Lambafellsfjalli upp af bæn- um Lambafelli í Austur-Landeyjum. Sundraðist það nokkuð á leiðinni niður fjallið. Stærsti steinninn stöðvaðist á hlaðinu á bænum vestan fjóssins og var hann talinn um 6 m langur, 5 m breiður og 2 m hár. Um tveggja tonna steinn lenti á fjósþakinu og braut þar 2—3 sperrur, valt síðan niður á haughúsþak sunnan undir ljósinu og braut það. Annar áþekkur steinn lenti á skúr milli fjóss og íbúðarhúss, þar sem í var hitunarkerfi hússins. Braut hann skúrinn og kubbaði sundur leiðslur milli olíugeymis og ketils. Enn eitt bjargið staðnæmdist við norður- horn ibúðarhússins. Þá brotnaði og reykháfur hússins og fólksbíll, er stóð austan við húsið; lenti steinn á honum, klessti saman vélarhúsið, braut framrúðuna og skemmdi vélina eitthvað. A Lambafelli bjuggu lijónin Hróbjartur Pét- ursson og Ingibjörg Jónsdóttir, er þetta varð. (Aurskriða d Siglufirði. Heimild: Morgunbl. 2. sept.) Sama dag, þ. e. 1. sept., og snjóflóðið féll á ýtuna á Skarðsveginum um kl. 13, féll aur- skriða úr fjallshlíðinni ofan við Siglufjarðarbæ, sunnan svokallaðra Gimbrarkletta. Sneiddi hún sundur veg, sem liggur upp í Hvanneyrarskál, fyllti á kafla rás, er gerð hefur verið í hlíðina til varnar skriðuhlaupum og Efri-skurður nefn- ist, rann svo áfram niður undir efstu húsin í bænurn, en stöðvaðist í Neðri-skurði, sem ætlað er sama hlutverk og þeim efri. Vafalaust hefðu orðið þarna skemmdir á lóðum að minnsta kosti, ef skurðirnir hefðu ekki verið. Nokkrar smáaurskriður féllu úr Strákafjalli á vegarruðninginn út að jarðgöngunum, svo að hann varð ófær í bili. Hiti og úrfelli, eftir margra daga úrkomu og snjókomu til fjalla, mun hafa valdið þessu. (Skriðuföll á ísafirði og víðar. Heimild: 19. okt., Tíminn 19. okt.) Mánudaginn 18. okt. var hávaðarok á sunn- an og suðvestan á ísafirði með mikilli úrkomu og varð af því stórtjón á vegum vegna skriðu- falla og vatnavaxta. Skriður féllu í Óslilíð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur og úr Eyrarhlíð milli Isafjarðar og Hnífsdals og tepptust þessir vegir í bili. Á Isafirði runnu Iíka nokkrar aur- skriður úr hlíðinni yfir bænum og um miðjan daginn var nokkurt grjótflug. Sást meðal ann- ars mikið bjarg falla úr svokölluðum Gleiðar- hjalla, skamrnt innan við aðveitustöð rafveit- unnar. Lenti það þar í mjúkum jarðvegi og stöðvaðist, og átti þá skammt eftir að liúsunum neðar í hliðinni. Talið var, að bjargið liefði verið um 60 smálestir. Þá varð aurrennsli í vatnsból bæjarins á Dagverðardal. (Skriða i Biskupstungum 18. okt.) Veðráttan segir, að skriða hafi skemmt skeið- völl í Biskupstungum þ. 18. okt. (Skriðuföll suðvestanlands og á Vestfjörðurn. Heimild: Morgunbl. 21. okt.) Miðvikudaginn 20. okt. var enn úrkoma á Isafirði og um suðvestur hluta landsins, þó einkum um norðanverða Vestfirði, og er sagt, að fjallahlíðarnar séu sem á kviki. Aðfaranótt 20. okt. hlupu margar skriður úr Eyrarfjalli með miklum hávaða, er stórgrýtið ruddist fram. Ein kona flúði heimili sitt af þess- um sökum. Aurskriður með miklu stórgrýti féllu á Bolungarvíkurveginn Jr. 19. og ennfrem- ur á Súðavíkurveg, og lokuðust báðir af þeim sökum. Þ. 19. og 20. virðast víða hafa orðið skriðu- föll og skemmdir á vegum. Stór skriða lokaði veginum hjá Hvítanesi i Hvalfirði, og var ekki lokið að fullu að hreinsa hann fyrr en um mánaðarmót. Á Svínadal í Dölum féll skriða, þó ekki á veginn, en stíflaði ána um hríð. Einnig l'éll skriða á veginn í Narfeyrarhlíð í Álftafirði og tepptist hann um hríð. Einnig féllu skriður á veginn undir Búlandshöfða. Þá féll aurskriða úr gili lijá Reynivöllum í Kjós aðfaranótt 20. okt., bar hún aurinn inn í kirkjugarðinn og á húsið. (Skriðuhlaup i Lundarreykjadal. Heimildir: Morgunbl. 22. okt., Tíminn 21. okt.) Um klukkan að ganga sex aðfaranótt mið- vikudagsins 20. okt. féll stór skriða á býlið Arn- þórsholt í Lundarreykjadal. Fólk var í svefni og vissi ekki fyrr en skriðan sprengdi upp hurðir og aur og grjót flæddi inn á gólf. JÖKULL 24. ÁR 71

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.