Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Jökull


Jökull - 01.12.1974, Síða 75

Jökull - 01.12.1974, Síða 75
1965 (.Hrun nndir Eyjafjöllum. Heimild: Morgunbl. 23. febr.) Um kl. 10 árdegis mánudaginn 22. febr. klofnaði l)jarg úr Lambafellsfjalli upp af bæn- um Lambafelli í Austur-Landeyjum. Sundraðist það nokkuð á leiðinni niður fjallið. Stærsti steinninn stöðvaðist á hlaðinu á bænum vestan fjóssins og var hann talinn um 6 m langur, 5 m breiður og 2 m hár. Um tveggja tonna steinn lenti á fjósþakinu og braut þar 2—3 sperrur, valt síðan niður á haughúsþak sunnan undir ljósinu og braut það. Annar áþekkur steinn lenti á skúr milli fjóss og íbúðarhúss, þar sem í var hitunarkerfi hússins. Braut hann skúrinn og kubbaði sundur leiðslur milli olíugeymis og ketils. Enn eitt bjargið staðnæmdist við norður- horn ibúðarhússins. Þá brotnaði og reykháfur hússins og fólksbíll, er stóð austan við húsið; lenti steinn á honum, klessti saman vélarhúsið, braut framrúðuna og skemmdi vélina eitthvað. A Lambafelli bjuggu lijónin Hróbjartur Pét- ursson og Ingibjörg Jónsdóttir, er þetta varð. (Aurskriða d Siglufirði. Heimild: Morgunbl. 2. sept.) Sama dag, þ. e. 1. sept., og snjóflóðið féll á ýtuna á Skarðsveginum um kl. 13, féll aur- skriða úr fjallshlíðinni ofan við Siglufjarðarbæ, sunnan svokallaðra Gimbrarkletta. Sneiddi hún sundur veg, sem liggur upp í Hvanneyrarskál, fyllti á kafla rás, er gerð hefur verið í hlíðina til varnar skriðuhlaupum og Efri-skurður nefn- ist, rann svo áfram niður undir efstu húsin í bænurn, en stöðvaðist í Neðri-skurði, sem ætlað er sama hlutverk og þeim efri. Vafalaust hefðu orðið þarna skemmdir á lóðum að minnsta kosti, ef skurðirnir hefðu ekki verið. Nokkrar smáaurskriður féllu úr Strákafjalli á vegarruðninginn út að jarðgöngunum, svo að hann varð ófær í bili. Hiti og úrfelli, eftir margra daga úrkomu og snjókomu til fjalla, mun hafa valdið þessu. (Skriðuföll á ísafirði og víðar. Heimild: 19. okt., Tíminn 19. okt.) Mánudaginn 18. okt. var hávaðarok á sunn- an og suðvestan á ísafirði með mikilli úrkomu og varð af því stórtjón á vegum vegna skriðu- falla og vatnavaxta. Skriður féllu í Óslilíð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur og úr Eyrarhlíð milli Isafjarðar og Hnífsdals og tepptust þessir vegir í bili. Á Isafirði runnu Iíka nokkrar aur- skriður úr hlíðinni yfir bænum og um miðjan daginn var nokkurt grjótflug. Sást meðal ann- ars mikið bjarg falla úr svokölluðum Gleiðar- hjalla, skamrnt innan við aðveitustöð rafveit- unnar. Lenti það þar í mjúkum jarðvegi og stöðvaðist, og átti þá skammt eftir að liúsunum neðar í hliðinni. Talið var, að bjargið liefði verið um 60 smálestir. Þá varð aurrennsli í vatnsból bæjarins á Dagverðardal. (Skriða i Biskupstungum 18. okt.) Veðráttan segir, að skriða hafi skemmt skeið- völl í Biskupstungum þ. 18. okt. (Skriðuföll suðvestanlands og á Vestfjörðurn. Heimild: Morgunbl. 21. okt.) Miðvikudaginn 20. okt. var enn úrkoma á Isafirði og um suðvestur hluta landsins, þó einkum um norðanverða Vestfirði, og er sagt, að fjallahlíðarnar séu sem á kviki. Aðfaranótt 20. okt. hlupu margar skriður úr Eyrarfjalli með miklum hávaða, er stórgrýtið ruddist fram. Ein kona flúði heimili sitt af þess- um sökum. Aurskriður með miklu stórgrýti féllu á Bolungarvíkurveginn Jr. 19. og ennfrem- ur á Súðavíkurveg, og lokuðust báðir af þeim sökum. Þ. 19. og 20. virðast víða hafa orðið skriðu- föll og skemmdir á vegum. Stór skriða lokaði veginum hjá Hvítanesi i Hvalfirði, og var ekki lokið að fullu að hreinsa hann fyrr en um mánaðarmót. Á Svínadal í Dölum féll skriða, þó ekki á veginn, en stíflaði ána um hríð. Einnig l'éll skriða á veginn í Narfeyrarhlíð í Álftafirði og tepptist hann um hríð. Einnig féllu skriður á veginn undir Búlandshöfða. Þá féll aurskriða úr gili lijá Reynivöllum í Kjós aðfaranótt 20. okt., bar hún aurinn inn í kirkjugarðinn og á húsið. (Skriðuhlaup i Lundarreykjadal. Heimildir: Morgunbl. 22. okt., Tíminn 21. okt.) Um klukkan að ganga sex aðfaranótt mið- vikudagsins 20. okt. féll stór skriða á býlið Arn- þórsholt í Lundarreykjadal. Fólk var í svefni og vissi ekki fyrr en skriðan sprengdi upp hurðir og aur og grjót flæddi inn á gólf. JÖKULL 24. ÁR 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.