Jökull


Jökull - 01.12.1974, Side 86

Jökull - 01.12.1974, Side 86
metra frá jökuljaðri í framhaldi vestri mæli- línunnar. Misbrýning var um 1 m. Ofan við brotalömina var halli jökulsins 4°, á þeim kafla, sem til sást.“ Eins og árið áður mældu þeir Kristmundur Halldórsson og Olafur jökulinn. Auk þeirra unnu að mælingunni Gróa Jónatansdóttir, Iiópav., Erlingur Ólafsson, Rvík, og Skúli Jóns- son frá Þykkvabæ í Landbroti. Farið var á tveim- ur bílum að jökli. Lárus Bergsson á Kálfafelli leiðbeindi framhjá verstu ófærunum í Djúpár- dal. Skeiðarárjökull. í júlí var vígð brú á Skeiðará og hringvegur um landið opnaður formlega. Um breytingu á jöklinum tekur Ragnar Ste- fánsson í Skaftafelli fram í bréfi með mælinga- skýrslunni: „Þegar leið á sumarið virtist mér Skeiðarárjökull fara að hækka í stefnu héðan á Hvirfilsdalsskarð og svo þaðan fram fyrir Lóma- gnúp. Upp kemur bunga, eins og oft hefur gerst nokkru fyrir hlaup. Þó þetta hnigi í hækkunar- átt, fer þetta mjög hægt. Ekki tel ég fráleitt, að jökullinn hafi heldur hækkað í haust við Færinesöxl, en breytingin er það lítil, að vart er liægt að staðhæfa hækkun. Skeiðará rennur í sama farvegi og áður, en hefur þó í sumar færst nær brekkunum hér vestanhallt við túnið. Það gæti orsakað, að hún félli meir austur með brekkunum og austur að efsta hluta fyrirhleðslu- garðsins í næsta hlaupi.“ Breiðamerkurjökull. I bréfi með mælingaskýrslunni segir Flosi Björnsson á Kvískerjum m. a.: „ . . . Annars ur halda áfram að sléttast og lækka . ..“ Þorsteinn Guðmundsson frá Reynivölium, sem hefur liaft á hendi jöklamælingar á Breiða- merkurjökli austan Jökulsár í fjölda ára, hefur falið þær yngri manni, Steini Þórhallssyni á Breiðabólstað. Suðursveitarjöklar. Nú er skarð fyrir skildi. Hinn kunni jökla- maður Skarpliéðinn á Vagnsstöðum andaðist á s.l. hausti (74). Allt síðan 1932 hefur Skarp- ltéðinn annast jöklamælingar, sjá greinina Fjallamenn í Jökli 1959. — Mælingar féllu nið- ur, en verða teknar upp á næsta hausti, því að föstu viðmiðunarmerkin hans Skarphéðins standa. Kverkjökull. I bréfi með mælingaskýrslunni segir starfsm. Vatnamælinga Orkustofnunar, Gunnsteinn Stefánsson á Egilsstöðum: „Jökullinn virðist hafa þynnst töluvert upp frá mælilínunni. . . Fremsti hluti íshellisins er hruninn og sig í honum þar sem hann stendur enn. Hann er mikið sprung- inn. Hrun hefur orðið á „Volgubökkum“ (ath. „Volga“ nefnist áin). Helst lítur út fyrir að jökulhlaup hafi komið í Volgu. Hefur það ef til vill átt sér stað 30. maí s.l. (74), því að þann dag stígur vatnshæðin hjá vatnshæðarmæli Jökulsár við Upptyppinga um 120 cm, án þess að vatnsborð Kreppu hjá vatnshæðarmælinum við Kreppubrú liaggist." Sjá nánar um þetta atriði í greininni „Annáll jökulhlaupa“ annars staðar hér í blaðinu. Sigurjón Rist. 82 JÖKULL 24. ÁR

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.