Jökull


Jökull - 01.12.1974, Síða 78

Jökull - 01.12.1974, Síða 78
Skriðuföll talsverð munu hafa orðið í Ólafs- víkurenni og Búlandshöfða á Snæfellsnesi þriðjudaginn 27. febr. og miðvikudaginn 28. febr. Atti ör leysing mestan þátt i þeim. Teppt- ist vegarumferð á þessum slóðum af þeim sök- um. (Skriða i Hvalfirði. Heimild: Morgunbl. 11. apríl.) Miðvikudaginn 10. apríl, milli kl. II og 12 féll aurskriða við Skeiðhól í Hvalfirði, en hún var fljótlega rudd. ('Skriður á Fagradal. Heimild: Morgunbl. 6. júní.) Að kvöldi þriðjudagsins 4. júní féll skriða á Fagradalsbrautina, rétt ofan við svokallaðar Skriður. Teppti hún umferð í 2—2i/t, klst. Jarð- ýta af Reyðarfirði var fengin til að ryðja veg- inn. Nokkru neðar féllu tvær smáskriður, en ollu ekki teljandi farartálma. Stórrigning var þarna síðari hluta dagsins og uxu ár og lækir mikið. (iSkriðuföll í Arnarfirði. Heimild: Morgunbl.) Laugardaginn 24. ágúst var geysilegt úrfelli með vestan hvassvirði í Bíldudal. Aðfaranótt sunnudagsins 25. ágúst féllu sex aur- og grjót- skriður í Arnarfirði að minnsta kosti. Skriða féll úr núpnum milli Dufansdals og Foss í Fossfirði og lokaði veginum þar. Á veg- inn út í Ketildali féll skriða á milli Bíldudals og Hvestu. I fjallinu andspænis Bíldudal féllu tvær skriður, en náðu ekki að spilla vegi. Loks féllu tvær skriður úr fjallinu upp af Bíldudal. Önnur varð ekki að tjóni, en hin fór þvert í gegnum þorpið og olli miklum landspjöllum. Hún var um 30 m breið, þar sem hún var breiðust, fór fyrst yfir allstórt tún, niður milli tveggja nýbyggðra einbýlishúsa, þá yfir aðal- götu þorpsins, framhjá húsinu Lækjarmóti, yfir merkjagirðingu Lækjarmóts og Vinamóts og yfir tún, er tilheyrðu báðum þessum húsum, og niður í fjöru. Þakti hún túnin aur og grjóti, surns staðar stórgrýti. Voru tún Lækjarmóts sér- staklega illa útleikin. Þar tók hún einnig þvottahjail og umlukti hænsnahús hárri grjót- röst og íbúðarhúsið að nokkru. Allar girðingar, er urðu á vegi skriðunnar, eyðilögðust að sjálf- sögðu. (Skriðuföll norðan- og austanlands. Heimild: Morgunbl. 31. ágúst.) Þann 29. og 30. ágúst rigndi mikið víða um land, en þó einkum á norðaustanverðu land- inu. Aðfaranótt föstudagsins 30. ágúst féllu skriður og urðu vegaskemmdir. Lokaðist vegur- inn þá milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar um Kambanesskriður vegna skriðufalla. Einnig varð vegurinn milli Borgarfjarðar- og Njarðvík- ur um Njarðvíkurskriður ófær, líklega af sömu orsökum. Á Norðurlandi rigndi einnig mikið og síð- degis þ. 30. ágúst féllu skriður á Öxnadalsheið- arveg og í Ólafsfjarðarmúla. (Skriðuföll á Austurlandi. Heimild: Morgunbl. 14. og 15. nóv.) Gífurlegt úrfelli gerði á Austurlandi í fyrri hluta nóv. Fyrst snjóaði í fjöll, en aðfaranótt mánudagsins 11. nóv. gerði stórrigningu og hljóp þá feikna vöxtur í ár og læki, og var þegar á þriðjudag orðið ófært víða, mest vegna úrrennslis og vatnavaxta. Á miðvikudagsmorguninn, 13. nóv., lokaðist Fagradalsvegur vegna skriðufalla, er urðu bæði í Græfum og undir Grænafelli. I Fljótsdal féllu líka skriður á nokkrum stöðum. Á miðvikudags- nóttina féll skriða á húsið á Valþjófsstað og fór yfir 2—3 ha. Víða í Fljótsdal féllu skriður, en ekki til verulegra skemmda, nema á Þor- gerðarstöðum, en þar eyðilagði skriða um 60 m kafla af girðingu og bar aur á húsið. Vegasam- bandslaust og símasambandslaust varð víða. í Neskaupstað hófst regnið fyrir alvöru á þriðjudagsnóttina, rigndi svo þann dag allan og færðist úrfellið í aukana, er leið á daginn. Tóku þá lækir allir að flæða yfir bakka sína og breyta farvegum vegna aurrennslis. Hljóp vatn víða í kjallara liúsa. Um kl. 9:30 á þriðjudagskvöldið 12. nóv. féll skriða á íbúðarhúsið í Naustahvammi og önn- ur klukkustundu síðar. Þar bjó maður með þremur börnum sínum, og voru börnin ein heima, þegar fyrri skriðan féll. Þeim tókst þó að komast i næsta hús. Síðari skriðan fyllti al- veg jarðhæð hússins og rann vatnsflaumurinn í gegnum htisið. Hjá býli því, er Grænanes nefnist, stíflaði aurskriða á eða læk, svo að hann hljóp úr far- vegi sínum og flæddi um ræktarlönd bænda þar í nágrenninu. Loks féll um 500 m breið skriða 74 JÖKULL 24. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.