Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Jökull


Jökull - 01.12.1974, Side 78

Jökull - 01.12.1974, Side 78
Skriðuföll talsverð munu hafa orðið í Ólafs- víkurenni og Búlandshöfða á Snæfellsnesi þriðjudaginn 27. febr. og miðvikudaginn 28. febr. Atti ör leysing mestan þátt i þeim. Teppt- ist vegarumferð á þessum slóðum af þeim sök- um. (Skriða i Hvalfirði. Heimild: Morgunbl. 11. apríl.) Miðvikudaginn 10. apríl, milli kl. II og 12 féll aurskriða við Skeiðhól í Hvalfirði, en hún var fljótlega rudd. ('Skriður á Fagradal. Heimild: Morgunbl. 6. júní.) Að kvöldi þriðjudagsins 4. júní féll skriða á Fagradalsbrautina, rétt ofan við svokallaðar Skriður. Teppti hún umferð í 2—2i/t, klst. Jarð- ýta af Reyðarfirði var fengin til að ryðja veg- inn. Nokkru neðar féllu tvær smáskriður, en ollu ekki teljandi farartálma. Stórrigning var þarna síðari hluta dagsins og uxu ár og lækir mikið. (iSkriðuföll í Arnarfirði. Heimild: Morgunbl.) Laugardaginn 24. ágúst var geysilegt úrfelli með vestan hvassvirði í Bíldudal. Aðfaranótt sunnudagsins 25. ágúst féllu sex aur- og grjót- skriður í Arnarfirði að minnsta kosti. Skriða féll úr núpnum milli Dufansdals og Foss í Fossfirði og lokaði veginum þar. Á veg- inn út í Ketildali féll skriða á milli Bíldudals og Hvestu. I fjallinu andspænis Bíldudal féllu tvær skriður, en náðu ekki að spilla vegi. Loks féllu tvær skriður úr fjallinu upp af Bíldudal. Önnur varð ekki að tjóni, en hin fór þvert í gegnum þorpið og olli miklum landspjöllum. Hún var um 30 m breið, þar sem hún var breiðust, fór fyrst yfir allstórt tún, niður milli tveggja nýbyggðra einbýlishúsa, þá yfir aðal- götu þorpsins, framhjá húsinu Lækjarmóti, yfir merkjagirðingu Lækjarmóts og Vinamóts og yfir tún, er tilheyrðu báðum þessum húsum, og niður í fjöru. Þakti hún túnin aur og grjóti, surns staðar stórgrýti. Voru tún Lækjarmóts sér- staklega illa útleikin. Þar tók hún einnig þvottahjail og umlukti hænsnahús hárri grjót- röst og íbúðarhúsið að nokkru. Allar girðingar, er urðu á vegi skriðunnar, eyðilögðust að sjálf- sögðu. (Skriðuföll norðan- og austanlands. Heimild: Morgunbl. 31. ágúst.) Þann 29. og 30. ágúst rigndi mikið víða um land, en þó einkum á norðaustanverðu land- inu. Aðfaranótt föstudagsins 30. ágúst féllu skriður og urðu vegaskemmdir. Lokaðist vegur- inn þá milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar um Kambanesskriður vegna skriðufalla. Einnig varð vegurinn milli Borgarfjarðar- og Njarðvík- ur um Njarðvíkurskriður ófær, líklega af sömu orsökum. Á Norðurlandi rigndi einnig mikið og síð- degis þ. 30. ágúst féllu skriður á Öxnadalsheið- arveg og í Ólafsfjarðarmúla. (Skriðuföll á Austurlandi. Heimild: Morgunbl. 14. og 15. nóv.) Gífurlegt úrfelli gerði á Austurlandi í fyrri hluta nóv. Fyrst snjóaði í fjöll, en aðfaranótt mánudagsins 11. nóv. gerði stórrigningu og hljóp þá feikna vöxtur í ár og læki, og var þegar á þriðjudag orðið ófært víða, mest vegna úrrennslis og vatnavaxta. Á miðvikudagsmorguninn, 13. nóv., lokaðist Fagradalsvegur vegna skriðufalla, er urðu bæði í Græfum og undir Grænafelli. I Fljótsdal féllu líka skriður á nokkrum stöðum. Á miðvikudags- nóttina féll skriða á húsið á Valþjófsstað og fór yfir 2—3 ha. Víða í Fljótsdal féllu skriður, en ekki til verulegra skemmda, nema á Þor- gerðarstöðum, en þar eyðilagði skriða um 60 m kafla af girðingu og bar aur á húsið. Vegasam- bandslaust og símasambandslaust varð víða. í Neskaupstað hófst regnið fyrir alvöru á þriðjudagsnóttina, rigndi svo þann dag allan og færðist úrfellið í aukana, er leið á daginn. Tóku þá lækir allir að flæða yfir bakka sína og breyta farvegum vegna aurrennslis. Hljóp vatn víða í kjallara liúsa. Um kl. 9:30 á þriðjudagskvöldið 12. nóv. féll skriða á íbúðarhúsið í Naustahvammi og önn- ur klukkustundu síðar. Þar bjó maður með þremur börnum sínum, og voru börnin ein heima, þegar fyrri skriðan féll. Þeim tókst þó að komast i næsta hús. Síðari skriðan fyllti al- veg jarðhæð hússins og rann vatnsflaumurinn í gegnum htisið. Hjá býli því, er Grænanes nefnist, stíflaði aurskriða á eða læk, svo að hann hljóp úr far- vegi sínum og flæddi um ræktarlönd bænda þar í nágrenninu. Loks féll um 500 m breið skriða 74 JÖKULL 24. ÁR

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.