Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Jökull


Jökull - 01.12.1974, Page 72

Jökull - 01.12.1974, Page 72
Stórrigning af suðri var allan mánudaginn 13. nóv. á Patreksfirði og þar nærlendis. Fyrst hafði snjóað í fjöll, en svo gerði hlýindi með miklu regni. Milli kl. 3—4 síðdegis féllu skriður á þrjú býli á Rauðasandi og ollu tjóni. A Stökk- um féllu skriður beggja vegna við íbúðar- og fénaðarhús jarðarinnar, eyðilögðu tún og spilltu vatnsbóli. A Gröf, næstu jörð við Bakka, féllu þrjár skriður á túnið og tóku al' vatnsból, og Kirkjuhvammur, næsti bær við Saurbæ, varð líka fyrir verulegu tjóni. Þar hlupu þrjár skrið- ur, tvær utanhúss, en ein á húsið. Stöðvaðist hún við peningshús jarðarinnar og lilóðst þar upp. Vegaskemmdir af skriðuföllum urðu víða, svo sem í Skálpadalshlíð, innarlega í Patreksfirði, og i Bjarnkötludal, en þar liggur leiðin til Rauðasands. Jeppi á leið frá Patreksfirði til Rauðasands tepptist á miili skriðufalla. Þá varð grjóthrun mikið úr Hafnarmúla inn- an við Örlygshöfn. Skriður féllu á Kleifarheiði og miklar vegaskemmdir, mest af vatni, urðu fyrir neðan Miðhlíð á Barðaströnd. Hjá Arn- órsstöðum á Barðaströnd féllu þrjár skriður á veginn og stórskemmdu hann, en annars urðu meiri og minni skriðuföll á Barðaströnd allt inn fyrir Arnórsstaði. Einhverjar skriður hlupu líka á veginn til Tálknafjarðar. Sagt er, að á Lambavatni á Rauðasandi hafi úrkoman á tímabilinu kl. 8—19 þ. 13. numið 102 mm. I þessu sama úrfelli hlupu skriður á Bolung- arvíkurveg og eitthvað á Snæfellsnesi, t. d. á Fróðárheiði og ef til vill víðar. 1962 (Skriðuföll í BúlandshöfÖa. Heimild: Morgun- bl. 30. jan.) Aðfaranótt 28. jan. var mikil rigning víðs vegar um land og urðu nokkrar skemmdir á vegum af þeim sökum. Skriður féllu á nýja veg- inn í Búlandshöfða á Snæfellsnesi, en skemmdir af vatnsgangi urðu undir Eyjafjöllum, í Fljóts- hverfi og víðar. (Skriðuhlaup á Sauðárkróki. Heimild: Tíminn 23. febr.) Laugardaginn 17. febr. hlóð niður snjó í logni á Sauðárkróki, en urn kvöldið, gerði sunn- an hlýviðri með regni og storrni. Varð þá ör 68 JÖKULL 24. ÁR leysing á skömmum tíma. Aðfaranótt 18. febr. féll skriða á húsið Helgafell, er stóð yzt í bæn- um, uppi við Nafir. Skriðan lenti aðallega á skúr við húsið og braut hann eitthvað, en vatn rann inn í húsið. Vatn rann líka inn í anddyri samkomuhúss- ins, og varð fólk, sem þar var á samkomu, að bjargast út um bakdyr. (Skriðuföll á Snœfellsnesi og %indir Eyjafjöll- um. Heimild: Morgunbl. 14. og 17. apríl.) Aðfaranótt föstudagsins 13. apríl gerði af- spyrnurok á vestanverðu Snæfellsnesi með stór- rigningu. Urðu þá víða rafmagnstruflanir og umferðarerfiðleikar. Þá féllu þrjár skriður á Bú- landshöfðaveginn, svo að hann varð ófær. Stórviðri og úrfelli ollu um þetta leyti víða skemmdum einkum suðvestanlands. Þannig hljóp síðdegis föstudaginn 13. apríl skriða á býlið Hvoltungu, sem var eitt af fimm Steina- bæjunum undir Eyjafjöllum, og þakti hún stór- an hluta túnsins aur og grjóti. Skriðan kom úr hinum kunna Steinalæk (sbr. Skriðuföll og snjó- flóð I, 469—472) og fyllti fyrst lækjarfarveginn, sem var á aðra mannhæð á dýpt, fór síðan nið- ur á milli íbúðarhúss og fjóss í Hvoltungu, en milli þessara húsa voru um 60 m. Síðan hélt skriðan áfram alveg niður á veg. Víðar voru leysingar miklar og vatnagangur um þetta leyti Þannig hljóp aðfaranótt laugar- dagsins 14. apríl vatn í fjárhús á Egilsstöðum í Vopnafirði og fórust um 110 kindur. (Skriða í Hvalfirði. Heimild: Tíminn 17. apríl.) Sunnudaginn 15. apríl féllu skriður á veginn í Hvalfirði úr Múlafjalli, en þó ekki svo mikl- ar, að vegurinn tepptist neitt teljandi og var hann lireinsaður þegar samdægurs. (Skriða úr Laugardalsfjalli. Heimild: Morgun- bl. 29. og 30. maí, Tíminn 29. maí, Suðurland 9. júní.) Laugardaginn 26. maí var logn, blindþoka og ýringsregn framan af degi, en úrkoman færðist í aukan, er á daginn leið. Þokunni létti, er leið á kvöldið, svo sást upp eftir hlíðum fjallsins. Mjög þéttar og staðbundnar skúrir eru algeng- ar í Laugardal, og liefur líklega gert eina slíka þarna uppi í fjallinu um kvöldið. En klukkan 9:25 um kvöldið kváðu við drunur miklar frá fjallinu líkast því, sem þota flygi lágt yfir

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.