Jökull - 01.12.1978, Síða 66
Athugasemdir og viðaukar
ABSTRACT
Glacier variations were recorded at 44 locations.
Thirty locations showed retreat, 27 m on the average,
but 4 tongues were stationary and 10 snoutes
advanced, 17 m on the average. For the 44 locations,
the retreat in 1977V 78 was 15 meters on the average.
During the last 3 years the glacier tongues have
retreated 22 meters on the average. Most remarkable is
the great retreat of Breidamerkurjökull at station No.
25 near the proglacial lake Breidamerkurlón, which
for someyears has exceeded 100 m peryear.
Haustið 1978 voru lengdarbreytingar
mældar á 44 stöðum. A 30 stöðum hopaði
jökuljaðar, stóð í stað á fjórum, en gekk fram á
10 stöðum. Samtals sýndu framskriðsstaðir
172 m framskrið, en hopstaðir 832 m hop, þ. e.
a. s. hopið mældist 660 m umfram framskriðið.
Það svarar til 15 m hops að meðaltali á mæli-
stöðum, eða aðeins helming á við hop fyrra
árs. Eins og tekið hefur verið fram á undan-
förnum árum hér í Jökli, ber að taka niður-
stöður aðeins eins árs með gætni. Vart verður
þó dregið í efa, að mælingarnar sýna, að „enn
erujöklar á undanhaldi hér á landi, en svo virtist sem
hœgt hafi á undanhaldinu. “
Haustið 1977 var fremur kalt og þurrt. Þó
var ákoma á Norðurlandsjökla talin vel í
meðallagi. Veturinn 1977/78 var einnig kald-
ur nema desember. Ákoma á jöklum var undir
meðallagi, einkum vegna þess að aldrei komu
veður sem stórviðri gátu talist. Jökulár frá há-
jöklum tóku að vaxa fyrir alvöru eftir 10. júlí
og náðu hámarki í ágústlok. Jöklaleysingu var
að mestu lokið með september eins og venja er.
Enn sem fyrr vekur hop Breiðamerkurjökuls
eftirtekt. Hann hopar hressilega, eða um 125
m við jökullónið. Aftur á móti hefur jaðar
Tungnaárjökuls hjá Jökulheimum staðið nær
alveg í stað, en þar eð hann hefur á árinu
lækkað verulega er nú svo komið, að litlu má
muna að alldrjúg spilda „detti“ framan af
honum, svo að óvarlegt er að fullyrða nú, að
hopskeiði hans sé lokið. Framhlaup var í
Dyngjujökli austanverðum.
Snæfellsjókull
Jenny Guðjónsdóttir, Gröf, er kunnug stað-
háttum við jökuljaðar og getur annast mæl-
inguna fyrir Hallstein, ef með þarf.
Kaldalón
I bréfi með mælingaskýrslunni tekur Aðal-
steinn fram að „jökulræman, sem lá niður
Mórillu í fyrra hefur styst og þynnst. Eg mældi
að fyrsta íshaftinu, sem er á ánni. Þar fyrir
ofan er 80 m kafli með holum og skvompum,
þá heill jökulís, allt gamall jökull. Hvergi er að
sjá sprungu eða hreyfingu í jöklinum. Eg veit
ei, hve mikið var eftir af snjó síðasta vetrar
uppi á jöklinum, en það mun hafa verið eitt-
hvað. Ég hef nú gefið klettabrystinu, sem er
efst í skriðjöklinum nafn, og nefnt það Úf,
sökum þess að áður en það skaut upp kollinum
var þarna mjög úfinn blettur í jöklinum.“ ,,. . .
síðastliðinn vetur var mjög snjóléttur, hríðar-
laus fram að páskum. Stórhríð var 28. mars,
setti þá niður mikinn snjó. Engin hjarnlög voru
í vetrarsnjónum, varð aldrei svo hlýtt að nein
frostleysa kæmi að gagni. í septemberlok 1979
var eftir snjór hér í norðurbrún dalsins á 8
stöðum á 10 km löngum kafla, þykktin 1 — 3
metrar. Þar að auki var skafl miðhlíðis við
Kuldaklett, enda er þar ein snjódældin, sem
snjór getur verið í árum saman.“ Þetta voru
nokkrar glefsur úr bréfi Aðalsteins, en í bréf-
inu er að finna upplýsingar um árferði, berja-
sprettu, fuglalíf o. m. fl.
Synir Aðalsteins, Indriði og Jóhann, geta
annast mælinguna fyrir hann ef á þarf að
halda.
Reykjafjarðarjökull
Guðfinnur tekur fram í mælingaskýrslunni,
að miklar sprungur séu í jöklinum við útfall
árinnar. Þeir sem kunnugir eru staðháttum
við jökuljaðar eru Guðmundur Ketill og
Hallgrímur, synir Guðfinns og ennfremur Jó-
hannes Jakobsson Isafirði. Þeir geta allir ann-
ast mælinguna fyrir Guðfinn, ef á þarf að
64 JÖKULL 28. ÁR