Jökull


Jökull - 01.12.1978, Síða 68

Jökull - 01.12.1978, Síða 68
Skíðaferð suður Sprengisand veturinn 1925 LORENTZ H. MULLER Veturinn 1923 hafði ég ætlað mér að fara á skíðum frá Akureyri suður Sprengisand til Reykjavíkur, en veðrátta var þá svo blíð, að ekkert varð úr þeirri ráðagerð. Næsta vetur (1924) var og ferðahugur í mér, en veðrafar var heldur tvísýnt og settist ég enn aftur. Loks afréð ég að leggja af stað eftir nýjár 1925, því að þá leist mér betur á veðráttuna. Við vorum fjórir i förinni: Reidar Sörensen skrifstofustjóri, Tryggvi Einarsson frá Miðdal, Axel Grímsson trésmiður og ég. Við lögðum af stað frá Reykjavík 10. mars og fórum á gufuskipinu íslandi til Akureyrar. Þangað komum við 14. mars. Þá var þar sól- skin og vorblíða, og kom okkur það illa, því að við höfðum treyst á, að snjóalög væru mikil og skíðafæri gott norður þar. En nú var þar auð jörð. Steingrímur læknir Matthíasson hafði ætlað sér að slást með í förina, en hafði svo illar spurnir af færðinni, að hann fór hvergi. Margir menn á Akureyri löttu okkur farar- innar og töldu mörg tormerki á því, að við gætum komið henni fram, en við félagar vorum allir hinir þverustu og gáfum engan gaum að slíkum fortölum. Við höfðum búið okkur hið besta til ferðarinnar og höfðum ekki beyg af neinum farartálma nema — snjóleysi! En hver skyldi efast um, að nóg væri af snjó uppi á öræfum íslands? Fjöllin kringum Akureyri voru snævi þakin 400—500 m fyrir ofan sjávarflöt. Og áður en við lögðum af stað frá Reykjavík, hafði ég grennslast eftir, hversu háttað væri um snjóalög á Hellisheiði. Hún var þá öll undir jökulhörðum snjódyngjum, og er hún þó á Suðurlandi og aðeins 320 m yfir sjávarfleti. Hinsvegar er t. d. flatneskjan sunnan undir Arnarfelli 500—600 m yfir sjávarmáli og virtist mér því engin hætta á, að við mundum eigi hafa nógan snjó á suður- leiðinni. Við lögðum því af stað frá Akureyri sam- dægurs sem við komum þangað. Farangri okkar létum við aka á vagni, en sjálfir vorum við fótgangandi og var förinni heitið að Saurbæ um kvöldið. Klukkan var orðin 2Vi e. h., þá er við komumst af stað. Leysing var mikil og varð því færðin þung bæði okkur og hestunum, sem vagninn drógu. Þá er við vorum komnir h. u. b. 15 km áleiðis frá Akur- eyri gafst einn hesturinn upp og urðum við því að fá nýjan hest léðan á einum bænum. Eftir það héldum við áfram, en ferðin sóttist seint og náðum við ekki háttum að Saurbæ. En séra Gunnar Benediktsson og kona hans klæddust í snatri og veittu okkur hinar ágætustu viðtök- ur. Þá er við sátum að kvöldverði, gat séra Gunnar þess, að einmitt þann dag væru liðin tvö ár síðan Steingrímur læknir Matthiasson hefði gist þar og hefði hann þá ætlað sér að fara á skíðum suður til Reykjavíkur, en orðið að snúa við eftir nokkra daga vegna snjóleysis. Þetta þótti okkur kynleg tilviljun! Skyldi fara eins fyrir okkur? Séra Gunnar leit þó á málið eins og við. Snjóalög hlytu að vera ærin uppi í óbyggðum, við gætum haldið fram ferðinni þeirra hluta vegna. Daginn eftir, sunnudaginn hinn 15. mars, ætluðum við fram að Tjörnum, en þá var 3°C hiti, hlákurigning og hvassviðri mikið af út- suðri. Létum við því fyrirberast þar sem við vorum komnir, enda var ófærðin nú orðin svo mikil, að hvorki menn né hestar hefðu komist langt áleiðis. Við vorum um daginn við kirkju hjá séra Gunnari og var þar fjöldi fólks þrátt fyrir ófærðina. 66 JÖKULL 28. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.